Morgunn


Morgunn - 01.12.1970, Síða 65

Morgunn - 01.12.1970, Síða 65
MORGUNN 143 Æskan er ekki ánægð með þetta, ekki heldur þakklát fyrir það. En er það von, að hún sé það? Og væri ástandið betra og horfurnar glæsilegri, ef hún sætti sig við það og vildi þar enga breytingu á? Ég held satt að segja, að við eigum að vera æsk- unni þakklát fyrir það, að hún hefur manndóm til að láta óánægju sína kröftuglega í Ijós. Þá er þó að minnsta kosti von um einhverja breytingu frá því sem er. Við hneykslumst á framferði æskufólksins nú. Okkur finnst það bera vott um uppreisnaranda og frekju, siðleysi og jafnvel afturhvarf til óhugnanlegrar og frumstæðrar villimennsku á mörgum sviðum. Og ég held, satt að segja, að við höfum nokk- uð til okkar máls, þegar við fullyrðum, að þess háttar viðbrögð séu ekki líkleg til þess að fegra lífið, efla hamingjuna né skapa heilbrigðari og betri heim. En ef við teljum okkur hafa verið laus við slíkan barnaskap, þegar við vorum ung, hvers vegna er þá heimurinn ekki betri en raun er á? Eitthvað hefur gengið úrskeiðis hjá okkur lika, úr því að okkur mistókst okkar hlut- verk svona hrapallega. Ef við áfellumst æskuna vegna þess að okkur er annt um hana og viljum í fullri alvöru beina huga hennar á réttari brautir, er þá ekki alveg nauðsynlegt fyrir okkur að koma auga á það, í hverju okkar eigin mistök hafa einkum verið fólgin? Getur leiðsögn okkar komið að nokkru haldi án þess? Okkur hefur tekizt að finna upp og búa til stórvirkari vélar og tæki til bættrar afkomu en nokkurri annari kynslóð. Okkur hefur lærzt að beizla orku, sem virðist geta stórlega auðveldað lífsbaráttuna og gjörbreytt högum okkar og kjörum. Okkur hef- ur tekizt að vinna bug á háskalegum sjúkdómum. Við höfum áreiðanlega skapað fjölmörg skilyrði til fullkomnara og hetra tnannlífs hér á jörð. Víst eru þetta mikil afrek og mikla möguleika hafa þau skap- að. En þeir möguleikar hafa ekki verið nýttir mannkyninu til heilla nema að mjög takmörkuðu leyti. Þvert á móti hafa þeir orðið til þess að skapa mörg þau vandamál, sem nú þjá ver- öldina, vekja vaxandi ugg og ótta og vonleysi um framtíðina. Og við hljótum að spyrja: Hvað veldur? Hvers vegna færa
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.