Morgunn - 01.12.1970, Síða 79
MORGUNN
157
meiri, þegar Runólfur fer að lýsa hjá honum hópi Grænlend-
inga, sem hingað eru komnir og sýna sig í hinum sérkennilega
fatnaði, sem er okkur algjörlega framandi, en Runólfur lýsir af
íslenzkri nákvæmni, og próf. Frederiksen kannast við hverja
flik.
Þeir sýna Runólfi hundasleða sína og kajaka, og hann nefnir
nöfn, sem hljóma í eyrum mér eins og óskiljanlegt fuglakvak,
en próf. Frederiksen lyftist í sætinu af hrifningu. Hann þekkir
þetta fólk og átti við það dagleg samskipti í æsku sinni, áður
en það fluttist af okkar tilverusviði, og nú er það komið til hans
á framandi grund og i ókunnu umhverfi, með aðstoð manns,
sem búinn er þeim sjaldgæfu hæfileikum, sem hann hafði lang-
að svo mikið til að kynnast. Allt í einu segir Runólfur:
„Það er einn hérna, sem langar óskaplega mikið til að tala
við þig. Ég held ég verði að reyna, hvort hann nær ekki tökum
á þessu“.
Um leið fer hann úr sambandinu og „í gegn“ kemur vera,
sem á auðsjáanlega erindi við hinn útlenda gest okkar. Þarna
verða miklir fagnaðarfundir, og við verðum vitni að því, að af
vörum miðilsins hljómar hið sérstæða mál grænlenzku Eski-
móanna, sem enginn Islendingur kann. Próf. Frederiksen svar-
ar á sama máli, og þeir skiptast á nokkrum setningum.
Við, sem þarna sitjum, finnum, að ennþá einu sinni höfum
við orðið vitni að sérlega merkilegu atviki á fundi hjá Hafsteini
Rjörnssyni, atviki, sem við munum aldrei gleyma og sannar
okkur áþreifanlega hina fágætu miðilsgáfu hans.
Ég vil taka það fram til þess að fyrirbyggja hugsanlegan
misskilning, að ofanskráð frásögn er eina atriðið, sem ég hef
skrifað upp af öllum þeim fjölda merkilegra sannana, sem ég
hef orðið áheyrandi að í margra ára sitjarastarfi hjá Hafsteini.
Ég hef ávallt álitið starf mitt þar vera trúnaðarstarf og hef
þess vegna fyrir venju að segja aldrei frá neinu, sem snertir
fundargesti og einkamál þeirra, en sterkustu sannanirnar um
návist framliðinna vina og vandamanna koma einmitt fram í
sambandi við einkamál. En þar finnst mér þagmælska „sitjar-