Morgunn - 01.12.1970, Side 80
158
MORGUNN
anna“ vera svo mikils virði, að þá þagnarskyldu megi ekki
rjúfa.
Við þessa frásögn Huldu S. Helgadóttur bætir Ulfur Ragn-
arsson eftirfarandi:
Ég man eftir flestu, sem á er minnzt í frásögninni hér að
framan, og er þar rétt með farið.
Svend Frederiksen, prófessor i Eskimóafræðum, er nú horf-
inn á vit þeirra, sem hann hitti á fundinum 1966. Ekki er mér
kunnugt um, hvort hann færði i letur það, sem þar gerðist, en
þykir sennilegt, að hann hafi punktað það niður, því að hann
var siskrifandi.
Ég minnist þess, að próf. Frederiksen sagði mér, að mað-
urinn, sem talaði grænlenzku af vörum miðilsins, hefði verið
seiðmaður (ándemaner) í lifanda lifi. Kom hann einkennilega
vel í gegn. Hver veit, nema hann hafi notið æfingar, sem hann
aflaði sér í jarðvistinni með þeirri tegund „miðilsstarfs“, sem
hann iðkaði þá? Maður þessi var talinn stórvitur, og sóttu
menn til hans ráð og styrk við þau frumstæðu kjör, sem þá
ríktu í Grænlandi. Hann var hafsjór af fróðleik og átti m. a.
þekkingu á sérkennilegu „andamáli", sem próf. Frederiksen
var mjög annt um að væri skráð og skilið, áður en allir væru
horfnir héðan, sem til þess þekktu. Á þessum leifum ævafornra
trúarbragða, sem nú eru liðin undir lok, átti prófessor Fre-
deriksen einstæðan skilning, og svo segir mér hugur, að sonur
danska kennarans, sem starfaði eitt sinn á yzta hjara heims-
byggðar, hafi unnið verðmætt björgunarstarf, sem mannfræðin
á eftir að þakka á komandi tíð.
Hin bókin, sem ég vil geta lauslega, og von er ó nú fyrir
jólin, er þýdd úr ensku og nefnist
Miðlar og merkileg fyrirbæri.
Höfundur hennar er Maurice Barbanell, sem er einn af
kunnustu áhugamönnum um sálarrannsóknir í Bretlandi um
langt skeið, lengi ritstjóri Psychic News. Hann er þaulkunn-