Morgunn


Morgunn - 01.06.1980, Qupperneq 8

Morgunn - 01.06.1980, Qupperneq 8
6 MORGUNN urs, er hún fór niður í Borgames og átti að vinna fyrir sér á hótelinu þar. Frænka hennar Þórdís Bjarnþórsdóttir og maður hennar Þórður ráku hótelið, og var hún þar allmörg hin næstu ár. Þar í Borgamesi lágu leiðir þeirra saman, Ragnhildar og Eggert Ölafssonar frá Litla-Skarði í Stafholts- tungum. Þau felldu hugi saman og bundust ævitryggðum. Ragnhildur fór einn vetur í Kvennaskólann hér í Reykjavik, en svo giftust þau 19. desember 1920 og stofnuðu heimili, sem stóð lengst af að Tjarnargötu 30 hér í borg. Eggert vann hér fyrst við lýsisbræðslu Kjartans bróður sins á Þormóðs- stöðum. Síðan stofnaði hann eigin bræðslu á Seltjarnamesi, en gerðist svo lýsismatsmaður og var það að ævistarfi. Þeim varð sex barna auðið, sem öll lifa móður sina, þau Sesselja Svana, húsfreyja i Bandaríkjunum, Ólafur starfsmað- ur hjá Bifreiðum og Landbúnaðarvélum, Elinbjörg Hulda hjúkrunarfræðingur, Kjartan Þórir skipstjóri, Gottskálk Þor- steinn verslunarmaður og Ragnhildur Sigríður húsfreyja í Hafnarfirði. Heimilið var alltaf mannmargt og stórt í sniðum. Ættingj- ar þeirra hjóna beggja komu þar mikið og dvöldu oft lang- tímum saman, og Ragnhildur annaðist fólk sitt og heimili af einstakri alúð, og sterkur persónuleiki hennar skóp þar vissa reisn. Hjónabandið var gott. Þótt þau Ragnhildur og Eggert væm að miklu leyti ólík, þá voru þau tengd sterkum kær- leiksböndum og áttu djúpa virðingu hvort fyrir öðru. Skemmtileg kimnisgáfa þeirra beggja hafði og sitt að segja og í sameiningu skóp þetta allt mjög skemmtilegt heimili. Stálminni hennar og ættfræðiáhugi setti þar oft svip á um- ræður. Rarmhildur var afar sérstæður og sterkur persónu- leiki. Það fylgdi henni eitthvað, sem var í senn bæði áhrifa- ríkt og lifandi. Samt var hún hógvær og frekar hlédræg, en hún þurfti ekki að hafa sig í frammi, þvi sú persónugöfgi, sem yfir henni hvildi, hafði þau áhrif, að allir veittu henni athygli, og hún varð ósjálfrátt miðpunkturinn, hvar sem hún kom. Gagnvart börnum sínum þurfti hún aldrei að hækka rödd-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Morgunn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.