Morgunn - 01.06.1980, Page 14
12
MORGUNlM
orðrómur barst út, að ástæðan til þess hve stutt þessi rannsókn
stóð hafi átt rætur sínar að rekja til þrýstings af hálfu Kenne-
dy-ættarinnar.
Og þetta varð blaðaefni út um allan heim. Eins og margir
muna dróst það talsvert á langinn hjá Edward Kennedy að
tilkynna þetta slys og dró það ekki úr tortryggni fólks á
þessmn undarlegu atvikum.
Sjálfur hefur Edward Kennedy alltaf viðurkennt að hon-
um hafi aldrei tekist að gera skynsamlega grein fyrir at-
höfnum sínum nóttina sem Mary Jo drukknaði í híl hans.
I yfirlýsingu um þetta mál, sem var sjónvarpað, komst
hann svo að orði:
„Það finnst ekki vottur af sannleika í þeim grunsemdum
sem bomar hafa verið út um ósiðlegt framferði og beint hef-
ur verið gegn hegðun okkar þetta kvöld.
Ég veit að ýmsar vangaveltur hafa komist á kreik um
ástand mitt, þegar ég yfirgaf veisluna til þess að aka til ferj-
unnar. Ég leyfi mér þó að fullyrða að ég hafi ekki verið
undir áhrifum vins.
Á óupplýstum vegi fór bíllinn út af þröngri hrú án hand-
riða.
Honum hvolfdi og hann fylltist þegar af vatni.
Ég hófst þegar i stað handa um það að gera tilraunir til
þess að bjarga Mary Jo og stakk mér í harðan strauminn, en
það jók einungis á ótta minn og dró úr mér mátt.
Hegðun min næstu klukkustundimar er mér með öllu
óskiljanleg.
Ég lít svo á að sú staðreynd, að ég tilkynnti ekki lögregl-
unni um þetta þegar í stað, sé óverjandi.
Þegar ég hafði legið óákveðinn tíma úrvinda í grasinu gekk
ég aftur til kofans, þar sem samkvæmið var haldið, og óskaði
eftir hjálp tveggja vina —frænda míns Josephs Gargans og
Pauls Markhams.
Þrátt fyrir sífelldar tilraunir þeirra til þess að finna ung-
frú Kopechne reyndist það einnig árangurslaust.