Morgunn - 01.06.1980, Síða 17
DUI.ARFULLI SKUGGINN . .
15
En þá kom dálítið fliss frá miðlinum og setningin: „Látið
ekki eins og kjánar! Við vorum ekki elskendur. Ég kunni
vel við hann og ég held að honum hafi líkað bara vel við
mig. Já, ég veit það. En við vorum ekki elskendur. Það var
fullt af stórfallegum konum sem gengu á eftir honum með
grasið i skónum. Nei, ég unni öðrum manni sem er virki-
lega góður, alveg dásamlegur.“ Nú varð þögn í herberginu
í nokkrar mínútur. Þá spurði Ethel Taylor: „Hver var hann,
Mary Jo, hver er hann?“
„Það get ég ekki sagt ykkur. Það skiptir engu máli núna.
Það var vonlaust hvort eð var. Það var ekki til neins. Hami
var kvæntur og ég hafði ekki hugsað mér að fara að halda
við hann. Hann vildi að ég gerðist ástmær hans. Eg elskaði
hann, en ég ætlaði ekki að verða hjákona hans. Þetta var
fyrir löngu, löngu. Það var sársaukafullt og ég var óham-
ingusöm út af því. En það er allt liðið hjá. Nú finn ég aðeins
til friðar og rósemdar. Nafn hans myndi ekki skipta neinu
máli og það myndi einungis valda honum sórsauka.“
En svo virtist sem röddin væri komin aftur i aðstæðurnar
við samkvæmið á Chappaquiddick-eyju. „Mig svimar. Ég
veit ekki hvað þetta er. Ég hef að vísu smakkað vín, en ég hef
ekki drukkið svo mikið. Það er eitthvað athugavert við þenn-
an drykk. Hver hefur sett eitthvað í glasið mitt? Einhver
hefur gert það, en það horfa allir á mig eins og ég sé gengin
af göflunum. Enginn þykist vita neitt um þetta. En það er
eitthvað að drykknum. Ég ætla ekki að bragða meira af þessu.
Ég verð að komast út. Ég verð að fá frískt loft. Mig svimar
dálítið . . . það verður einhver að hjálpa mér út fyrir. Ö,
mér finnst ég svo asnaleg. Það er engu líkara en kollurinn
á mér sé fullur af ull og ég er svo syfjuð. Ef ég get bara
fengið mér smáblund þá næ ég mér strax — ég veit það.
Það er einhver að hjálpa mér inn i aftursætið á bíl öld-
ungadeildarþingsmannsins. Ég er ógurlega slöpp, ég er varla
fær um það sjálf I>að er nóg pláss hérna. Ég get vel rétt úr
mér og fengið mér smáblund. Guð minn! Þetta var nú ljóti