Morgunn - 01.06.1980, Side 18
16
MORGUNN
drykkurinn. Ég veit að einhver hefur laumað einhverju í
hann. Ég er ekki vön því að vín fari svona í mig.“
Síðan kom þögn og þá var þessi spurning lögð fyrir þessa
ókurmu rödd: „Hvað var um að vera í samkvæminu? Voru
þessar sex stúlkur bara boðnar af kynferðisástæðum?“
Röddin flissaði svolítið og svaraði: „Nei, það var alls ekki
þannig. Vissulega ætluðum við að skemmta okkur vel. Til
þess eru samkvæmi, er það ekki? Nei, við vorum þama allar
okkur til skemmtunar því við vorum vinir, góðir vinir, þið
skiljið hvað ég á við, er það ekki? Þetta var boð með full-
orðinna brag. Við vorum ekki komnar þangað til þess eins
að hafa mök við einhverja. Þetta var sumarsamkvæmi.“
Þegar hér var komið stifnaði líkami frú Dahne aftur og
höfuðið réttist upp. Og röddin hélt áfram: „Það em ein-
hverjir að fara upp i bilinn. Tvær manneskjur, í framsætin.
Þær vita ekki af mér hérna, en það gerir ekkert til því ég
er svo drukkin."
Síðan: „Það er hræðilegunr hávaði, vatn um allt, vatn
allt í kringum mig. Það er svo kallt, svo kalt. Það er allt á
hvolfi og vatnið er farið að hækka um mig. 'Ég trúi þessu
ekki. Ég held ég eigi að deyja. Elsku pabbi! Elsku mamma!
Hvað ætli þið hugsið? — Ó, þið verðið svo einmana. Ég þjá-
ist þó ekki. Ég finn ekkert til.“
Síðan kom þögn uns spurt var aftur: „Var þetta erfiður
dauðdagi?" „Nei, hann var það ekki. Hann var friðsamur.
Segið þið pabba og mömmu að það hafi ekki verið erfitt.
Segið þeim að vera ekki svona harmþrungin. Ég veit að þau
eru ennþá sorgmædd. Þau hugsa um mig á hverjum degi
og em mjög, mjög hrygg. Pabbi hefur gert sig veikan af
áhyggjum af mér. Hann er mjög slæmur í maganum. Það
er þegar búið að skera hann upp einu sinni. Hann verður að
gangast undir annan uppskurð ef hann gætir sín ekki.“
Næst var um það spurt hvað hún hefði að segja um það
hvemig Kennedy hefði verið kennt um dauða Mary Jo. Það
stóð ekki á svarinu: „Þar er ekki sanngjarnt. Það er mjög
ósanngjarnt. Það var ekki honum að kenna,“ sagði röddin.