Morgunn


Morgunn - 01.06.1980, Page 29

Morgunn - 01.06.1980, Page 29
ÆVAR R. KVARAN: HEFUR KIRKJAN BRUGÐIST? I. Fyrir nokkrum árum héldu nemar í guðfræðideild Háskóla Islands þriggja daga ráðstefnu þar sem taka skyldi til rann- sóknar eina hlið prestsstarfsins sérstaklega, nefnilega pre- dikunina. Ég var beðinn að flytja erindi um framsögn eitt kvöldið á þessari ráðstefnu, því þekking mín á þessu sviði var talin skipta máli í predikun. Mér var það að sjálfsögðu ljúft. Á þessum fundi voru saman komnir guðfræðinemar og nokkrir ungir prestar hér úr höfuðborginni. Eftir erindi mitt fékk ég að vera viðstaddur hringborðsumræður fundar- manna og er mér það mjög minnisstætt. Umræðumar voru ákaflega frjálslegar og óþvingaðar og sögðu hinir ungu prest- ar frá ýmsu úr reynslu sinni. Það sem þótti langskemmti- legast af frásögnum þeirra voru frásagnir af slæmri sókn að messum hjá þeim. Tóku hinir ungu prestar fljótt að skáka hver öðrum í ótrúlegum frásögnum af slíku og man ég til dæmis að einn þeirra sagðist einu sinni hafa messað hér í bænum fyrir fimm manns. Þótti hinum ungu guðfræðinemum þetta hin besta skemmt- un, þótt mér væri satt að segja ekki alveg ljóst í hverju hún gæti legið. Talið barst síðan að predikuninni og kirkjusókn almennt. Virtust fundarmenn almennt vera þeirrar skoðunar að kirkjusókn væri afardræm í Reykjavík og væri enn að draga úr henni. Komu fram ýmsar skoðanir á þessu efni og sýndist sitt hverjum. Hvergi kom þó fram sú skoðun, að efni predikun- arinnar kynni að eiga einhvem þátt í þessu. Fremur var talið

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.