Morgunn


Morgunn - 01.06.1980, Side 32

Morgunn - 01.06.1980, Side 32
30 MORGUNN persónulega skoSun sína, að hann líti á huglækningar sem eina grein kristninnar i tengslum við fyrirbænir og „ábyrga ræktun trúarþelsins“, eins og hann orðar það. En svo bætir hann því við, að menn þykist vita, að kirkjan líti óhýrum augum á allar „patentlausnir“, en svo kallar hann slíkar lækningar, ef hvorki Guð né Kristur séu nefndir á nafn. Ösköp leggja þessir blessaðir prestar mikið upp úr orSunum. Er ekki nóg að hafa kærleikann í hjarta sínu, þegar þjáðum er líknað? Ber að skilja þetta svo, að huglæknir, sem játar aðra trú en þá kristnu sé með „patentlausn“ af því að hann nefnir ekki Krist? Á maður að trúa því, að þessum lærðu guð- fræðingum, sem væntanlega hafa lesið sögu trúarbragðanna, sé það enn óljóst, að hin margvislegu trúarhrögð eru einungis mismunandi leiðir að sama marki — til Guðs? Séra Ámi segir, að persónulega treysti hann best háskól- um og vísindamönnum til þess að rannsaka sálarlíf mannsins, þessa heims og annars. En hvers vegna í ósköp- unum vekur kirkjan þá ekki athygli á þessum rannsóknum og styrkir þær? Hvorttveggja hefur Sálarrannsóknafélag Islands þó gert af litlum efnum sínum. Það er einmitt deyfð og sofandahóttur kirkjunnar í þess- um málum sem veldur því að kirkjurnar em að tæmast. Það er eins og þessir menn hafi ekki opnað rit dr. Erlends Har- aldssonar um visindalega könnun á dulrænni reynslu Islend- inga, trúarviðhorfum og þjóðtrú og gert sér grein fyrir því að yfirgnæfandi meiri hluti landsmanna hefur orðið fyrir sálrænni reynslu og leitað hjálpar huglækna, þegar allt ann- að hefur brugðist. Þegar yfirmenn íslenskrar kirkju sýna þessum málstað þvi andúð og tortryggni, þá eru þeir að bjóða byrginn persónulegri reynslu meiri hluta landa sinna og það er þvi eðlilegt að slíkt fólk telji sig eiga lítið erindi í kirkju, þar sem gefið er í skyn i predikunum að sálrænir hæfileik- ar séu eitthvað sem einungis tilheyri bibliusögnum fornald- ar. Hér er að ræða um svo ótrúlega vanþekkingu að með ólík- indum má telja. Ég vil þó taka það skýrt fram hér, að margir góðir prest-

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.