Morgunn - 01.06.1980, Page 33
HEFUR KIRKJAN BRUGÐIST?
31
ar eru í þessum efnum á allt öðru máli en forystumenn ís-
lenskrar kirkju nú á dögum. Þetta eru mennirnir sem beita
þekkingu sinni á sálrænum efnum til þess að undirstrika mik-
ilvægi kenninga Krists, sem hvatti lærisveina sína og aðra
til þess að beita kærleikanum í þágu þjáðra og sjúkra og taldi
sig engan veginn vera þann eina sem gæti læknað með and-
legu afli.
Það eru einmitt þessir ágætu menn í prestastétt sem hafa
komið þvi orði á islensku kirkjuna að hún væri viðsýn og
frjálslynd. Og þeir þurfa ekki að segja gamansögur af lélegri
kirkjusókn hjá sér.
Enginn íslenskur klerkur hefur beitt sálarrannsóknum af
annarri eins snilld í þágu kristinnar trúar og guðfræði-
prófessorinn séra Haraldur heitinn Nielsson, enda rúmaði
Fríkirkjan sem hann predikaði í iðulega ekki alla þá sem
vildu hlýða. Biðraðir mynduðust við kirkjudymar áður en
opnað var, svo fólk gæti tryggt sér sæti. Sumir kirkjunnar
menn virðast ekkert hafa af þessu lært og telja lélega kirkju-
sókn tákn dvínandi trúar landsmanna. Slíkt er mikill mis-
skilningur. Og ekki hef ég kynnst trúaðri Islendingum en
miðlum og huglæknum, þessu fólki sem yfirmenn kirkjunn-
ar líta sérstaklega hornauga. Þetta fólk er ef til vill ekki
sífellt með orð Krists á vörum, en það sýnir í athöfnum sín-
um að það ber kærleik hans í hjarta sér.
III.
Konunglega læknafélagið í Lundúnum hélt nýlega tveggja
daga ráðstefnu um nýjar aðferðir til lækninga á krabba-
meini. Á þessari ráðstefnu vom auk læknanna, ráðgjafar í
heilbrigðismálum, hjúkmnarkonur og fleiri. Þama var einn-
!g stödd Eileen Hambling, huglæknir sem þegar er orðin góð-
kunn hér á landi fyrir lækningar sínar. Það heillaði hana
ekki lítið að heyra þama fremstu menn í læknisfræðum tala
hiklaust um aðdáun sína á verkum og árangri huglækna;