Morgunn - 01.06.1980, Page 39
Eins og fram kemur hér annars staðar í þessu
virkjan lie ur jle^- MORGUNS hefur ritstjóri hans lent i
irugðist nokkrum ritdeilum við klerka höfuðstaðar-
ins um það hvort kirkjan hér á landi hafi brugðist ætlunar-
verki sínu m. a. með því að sýna fólki með sálræna hæfi-
leika ekki einungis tómlæti heldur beinlínis andúð. Grein
ritstjóra hér í tímaritinu nægir til þess að gera ljóst í hverju
hann telur þetta falið og þarf engu við það að bæta hér hér í
þessu ritstjórnarabbi. Ég vil einungis taka það skýrt fram,
að málstaður þeirra, sem reyna að beita sálrænum hæfileik-
um sínum í þágu kærleikans mun alltaf eiga vísa vörn, ef
þurfa þykir, í þessu timariti og annars staðar.
fslenskir
andans menn
Skömmu eftir að deilur mínar hófust við
kirkjunnar menn í Tímanum komu (þ. 24.
febr.) tvær athyglisverðar greinar í Morg-
unblaðinu. önnur var viðtal við Jón Sigurgeirsson fyrrver-
andi skólastjóra á Akureyri, en hin þýðing tJlfs Ragnarsson-
ar læknis eftir segulbandi á ræðukafla frú Noakes frá Rret-
landi, en ræða þessi var flutt á ráðstefnu áhugamanna um
lækningar eftir öðrum leiðum en vestræn vísindi hafa viður-
kennt, sem haldin var í september sl. í Haselmare við Lun-
dúni.
Vinátta hefur lengi verið milli mín og þessara afbragðs-
drengja, þeirra Jóns og tJlfs. Þessir menn eiga það sameigin-
legt, að liafa þann tilgang að aðalmarki lífs sins, að vera