Morgunn


Morgunn - 01.06.1980, Page 41

Morgunn - 01.06.1980, Page 41
RITSTJÓHARABB 39 starfi sínu safnað þeim auði, sem hvorki mölur né ryð fá grandað. Hann er, eins og tllfur læknir, einnig dulspakur maður og það er því engin tilviljun, að þessir tveir ágætis- drengir hafa orðið vinir og samstarfsmenn. Fyrir nokkrum árum komu þeir á fót eins konar hvíldar- gistihúsi á Laugalandi við Akureyri. Þessi gististaður var öðrum ólíkur að því leyti, að þarna var ekki einungis hugs- að um líkamlega hvíld, heldur einnig sálarlega. Þarna var, auk þess sem venjuleg gistihús bjóða, fyrir hendi hugleið- ingarstundir daglega, jókaleikfimi, lifandi tónlist, erindi um andleg mál o. fl. Þetta er einmitt það sem okkur hefur skort. Efnislega njóta Islendingar yfirleitt nú betra lífs en nokkru sinni á ævi þess- ar þjóðar hér norður við Dumbshaf og virðast vinsældir sól- arferða til suðrænna landa sýna hve fjárhagur almennings hefur batnað mikið. En þrátt fyrir sólarlandaferðir er hér enn skortur á þeirri innri sól sem mestu máli skiptir og ein- ungis er hægt að veita með andlegum aðferðum. En það eru einmitt þessar andlegu sólarferðir, sem þeir Jón og tJlfur hafa verið að reyna að bjóða landsmönnum; þannig að þær komi ekki aðeins líkamlega að gagni, heldur einnig andlega. Þeir sem nutu dvalar hjá þeim Jóni og tJlfari á Laugalandi voru sammála um það, að þeir fóru þaðan ekki einungis út- hvíldir, heldur endurhresstir andlega og bjartsýnni en þeir höfðu verið árum saman. Það verður því öllum gleðiefni, að þeir félagar skuli nú hafa enn getað komið upp slíkum stað í hinni dásamlegu feg- urð Borgarfjarðar. Á Laugalandi flutti ég nokkur erindi fyrir dvalargesti og hef- þess nú aftur verið farið á leit við mig að koma í sumar að Varmalandi og geri ég það að sjálfsögðu með gleði. Þori ég að ráðleggja hverjum manni vikudvöl á Varmalandi, ef hann metur einhvers uppbyggingu. Þykist ég einnig vita að verði Nýr gististaður og hvíldar á Varmalandi í Borgarfirði

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.