Morgunn


Morgunn - 01.06.1980, Page 43

Morgunn - 01.06.1980, Page 43
RITSTJORARABB 41 Heimssamtök áhugamanna um huglækningar Þessi samtök WFH, World Federation of Healing, voru stofnuð í Lundúnum árið 1975 i náinni samvinnu við hinn fræga huglækni Harry Edwards og samstarfs- fólk hans. Stofnendur voru um 100 frá 20 þjóðum og meðal þeirra nokkrir læknar. Jón Sigurgeirsson er í þessum samtök- um. Hann hefur um langan aldur liaft mikinn áhuga á heil- brigðismálum og í blaðaviðtali við Morgunblaðið segir hann meðal annars: „Fyrir um fimmtán árum jókst enn áhugi minn á heil- brigðismálum. Raunar hefur mér alltaf verið ljóst, að lifs- viðhorf og hugsunarháttur skiptir miklu máli um vellíðan fólks. Snemma las ég um kenningu dr. Helga Péturss þar sem hann varar við „heljarveginum“, neikvæðum hugsunar- hætti. Beinar tilvitnanir hef ég ekki á takteinum, en i forða- búri sannleikans geymist þett.a i huga mér: Sé verið á lifs- ins vegi verður allt auðveldara. Jafnvel getur samstilltur, jákvæður hugur margra bætt veðurfarið. Annað sannleikskorn, sem að minum skilningi er stað- reynd, hefur mér geymst úr Bhagavad Gita eða Hávamálum Indlands. Krishna, guðseðlið i manninum ræður Arjuna, per- sónuleikanum, að standa til hliðar í orustunni. E>að er í orustu hins daglega lífs og láta guðsvitundina leysa vandamálin. En hið mesta leiðarljós sem öllum veitist, tel ég vera líf og kenningu Jesú Krists. „Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið“. „Leitið fyrst rikis hans og réttlætis og þá mun allt: þetta veitast yður að auki“. „Elskið hver annan“. Jesús læknaði með kærleiksaflinu með því að skilja og þykja vænt um. I>annig eru raunar allir að bæta og lækna, þótt í örsmáu sé, með því að þykja vænt um. Barnið er hugg- unarþurfi. Móðir eða faðir strýkur hendi um koll þess og kærleiksorkan streymir í gegn“. Þetta lýsir vel hugsunarhætti Jóns Sigurgeirssonar.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.