Morgunn


Morgunn - 01.06.1980, Page 45

Morgunn - 01.06.1980, Page 45
ÆVAR R. KVARAN: Erlendur Haraldsson og Karlis Osis: SÝNIR Á DÁNARBEÐI. Þýðandi: Magnús lónsson. Skuggsjá, 1979. Tvennt er það sem oft fer saman og hygg ég að það sann- ist vel á okkur fslendingum. En það er einþykkni og rík hvöt til sjálfstæðis. Ef þetta er rétt, þá er það i senn kostur okkar og galli. Annars vegar leiðir þetta til þess, að við viljum standa sem best á eigin fótum og erum albúnir að fórna all- miklu til þess. Hins vegar leiðir þetta oft til sundurlyndis. Þetta kann að skapa sterka einstaklinga, en getur einnig haft í för með sér hættuleg sjúkdómseinkenni þjóðar okkar, því við erum deilugjarnir eins og forfeður okkar. Þó er til efni sem jafnvel íslendingar geta ekki deilt um en það er: að eitt sinn skal hver deyja. Þegar þess er gætt að þessi örlög bíða okkar allra, þá er furðulegt hve sjaldan er á þetta minnst. Það er varla gert nema við jarðarfarir eða í lofgreinum um látna. Hafa menn þá engan áhuga á þessum vissu örlögum sín- tun? Vafalaust. En það þykir víst ekki smekklegt að minnast °f oft á það. Hvers vegna? Ætli hin ömurlega mynd sem visindin hafa dregið upp af dauðanum eigi ekki einhvern þátt í því? Hvernig er þá þessi mynd? Hvað er læknum og

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.