Morgunn - 01.06.1980, Side 50
48
MORGUNN
Gunnar M. Magnúss:
VÖLVA SUÐURNESJA.
Útg.: Skuggsjá, 1979.
Margt er ótrúlegra en það, að á Islandi séu góð skilyrði
fyrir jákvæð andleg öfl. Hér á landi hafa engar orustur verið
háðar öldum saman og reyndar aldrei neinar stórorustur.
Andlegt andrúmsloft ætti því að vera tærara hér en víðast
hvar í heiminum annars staðar. Yfir löndum þar sem blóð-
ugir bardagar hafa geisað, hvíla árum saman andleg ský —
hugsanagervi — sem myndast og magnast hafa af því and-
rúmslofti haturs og ótta sem styrjaldir skapa. Eins og púk-
inn í þjóðsögunni okkar sem fitnaði af lygum manna, magn-
ast þessi hættulegu hugsanagervi við hatursþrunginn hugs-
unarhátt og — það sem verra er — þangað geta illir menn
sótt kraft til ódáða.
Það eru til dæmis hugsanagervi sem valda því hve fólki
líður yfirleitt vel í kirkjum. Þar reynir fólk yfirleitt að vera
með jákvæðan hugsunarhátt, þótt ýmislegt annað kunni að
koma fram í daglegu lífi. Þetta er einnig ástæðan til þess
óhugnaðar sem grípur þá sem skoða gömul fangelsi þar sem
jafnvel pyndingum kann að hafa verið beitt. Svona mikilvæg
er hugsunin manninum.
ísland kann því að njóta þess að nokkru, að hafa ekki verið
vigvöllur gegn um aldirnar eins og mörg önnur lönd. Að
minnsta kosti virðist það vera einróma álit þess sálræna fólks
sem sækir þetta land heim og næmt er fyrir sálrænum
áhrifum, að landið beri af öðrum löndum að þessu leyti.
Það þarf því ekki að koma þeim á óvart, sem eitthvert
skyn bera á þessi efni, þótt hér fæðist oft fólk með mikilfeng-
lega sálræna hæfileika. Ein úr þeim úrvalshópi var tvímæla-
laust Una Guðmundsdóttir í Sjólyst i Garði eða „Una i Garði“
eins og flestir kölluðu hana. Hún átti einnig til að bera þann
hæfileika, sem oft fylgir þessu fólki, en það er kærleiksríkt
hjarta.