Morgunn - 01.06.1980, Qupperneq 53
BÆKUH
51
heima í líkama sínum gat hún sagt þessum áhyggjufullu
hjónum þær stórfréttir, að stúlkan væri úr allri hættu og
myndi ná fullri heilsu. Hjónin fengu síðar bréf frá dóttur
sinni um að allt hefði farið eins og Una hafði sagt fyrir, en
bætti því við, að hinir bandarísku læknar hennar hefðu
staðið undrandi yfir snöggmn bata hennar og talið hann með
öllu óskiljanlegan!
Svona mætti lengi telja. Það hlýtur að vera hverri mann-
eskju unun að lesa bók um jafnundarlega og frábæra íslenska
konu og Unu í Garði, því hún sýndi í lífi sínu ósigrandi
mátt kærleikans, sem fólk þarf að venja sig á að beita til
þess að trúa. Hann bregst engum sem til þess hefur unnið!
Gunnar M. Magnúss hefur skrifað þessa bók af ástúð og
djúpum skilningi á söguhetju sinni og færi ég honum mínar
bestu þakkir fyrir þetta ágæta verk.
VÖLVA SUÐURNESJA kom fyrst út 1969, en þá var ég
erlendis og gefur þessi nýja útgáfa mér gott tilefni til þess
að skrifa um þessa ágætu bók, sem hlýtur að hlýja hverjum
lesanda um hjartarætur.
Einnig þakka ég bókaútgáfu Olivers, Skuggsjá, fyrir að bæta
þessari bók i flokk margra ágætra og gagnlegra bóka, sem
sú bókaútgáfa hefur séð um og gefið út.
Peter Andreas og Gordon Adams:
HIMINN, JÖRÐ OG HUGUR MANNS.
Ólafur H. Einarsson islenskaði.
Víkurútgáfan, Reykjavik.
Fleira er til á himni og jörS en heirnspekinga dreymir um.
Orð þau, sem hér eru höfð að fyrirsögn voru fyrst skrifuð
af manni fyrir mörgum öldum, sem í verkum sínum sýndi
slíka snilld, þekkingu og vitsmuni, að engum hefur fram á
þennan dag tekist að standa honum á sporði. Aldrei hefur
verið meiri ástæða til þess en nú á tímum að vitna í þessi
spaklegu orð. Ekki sökum þess að neitt hafi breyst í þessum
efnum síðan þau voru skrifuð, heldur vegna þess, að jafnvel
sjálf vísindin eru nú farin að veita þeim athygli. Framfarir