Morgunn


Morgunn - 01.06.1980, Side 54

Morgunn - 01.06.1980, Side 54
52 MORGUNN á sviðum vísinda hafa verið svo hraðar á þessari öld, að þær hafa haft stórkostleg áhrif á viðhorf margra hugsandi manna. Þeir hafa neyðst til að breyta þeim. Uppgötvanir i k]arneðlis- fræði hafa til dæmis leitt til endurmats ýmissa annarra fræði- greina, svo sem heimspeki og líffræði. Það er furðulegt, að fræðin um okkur sjálf sem skyn- semigæddar hugsandi verur skuli enn að ýmsu leyti liggja í fjötrum steinrunninna kenninga. Því maðurinn sem þegar er farinn að kanna himingeiminn kann ennþá aðeins skil á frumstæðustu þáttum hugar og sálar. 1 sálarrannsóknum er- um við enn á stigi frumstæðrar landkönnunar, og margir landkönnuðir taldir ævintýramenn, sem ekki eigi heima inn- an um alvarlega vísindamenn, en svo eru þeir oft nefndir, sem neita að láta færa sig úr fjötrum efnishyggjunnar. En fleira er til á himni og jörð en visindamenn marga hverja dreymi um og i því liggur vandinn. Viðurkennd lög- mál virtrar eðlisfræði geta ekki skýrt margt af þessu og það heldur áfram að gerast, hvað sem svonefndum „lögmál- um“ vísinda líður. Þetta gerist á hverjum degi um allan heim. Og þar eð fjölmiðlar nútimans tryggja þeim sem vilja, að fylgjast bókstaflega með öllu sem gerist, þá verður sliku ekki lengur leynt. Það sem ekki kann að koma í fjölmiðlum birtist í þúsundum bóka. Þessi fyrirbæri eru hluti lífsins, hvort sem mönnum líkar betur eða verr og því ber að skýra frá þeim og hefja rannsóknir á þeim. Það er sem betur fer víða gert, en ég hef i öðrum greinum gert nánari grein fyrir þvi hvilíka „útlegð“ slíkt getur kostað viðurkennda vís- indamenn, því þeir eiga í erfiðleikum brautryðjandans. Það lætur nærri að höfundar þessarar bókar séu hálffeimn- ir við að segja frá sumu af því sem þeir hafa kynnst og rekja því það er sumt lygasögum likast. En frásagnir þeirra eru eng- inn uppspuni. Undrin sem þeir segja frá eru tengd sálræn- úm hæfileikum manna, sem stundum lýsa sér með svo furðu- legum hætti, að ýmsir eiga erfitt með að trúa því að slíkt geti yfirleitt átt sér stað. En það getur engum dulist lengur. Fyrstu 50 bls. þessarar bókar eru allgott yfirlit yfir það,

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.