Morgunn - 01.06.1980, Qupperneq 55
BÆKUH
53
sem fram hefur komið við visindalegar rannsóknir á ýmsum
hliðum þessara hæfileika, svo sem hugsanaflutning, skyggni,
hæfileikum til þess að geta séð fram í tímann eða framtíðar-
skyggni og hvers konar dulhæfni. Siðari hluti bókarinnar seg-
ir svo frá ýmsum fyrirbærum, sem frægð hafa hlotið og halda
áfram að verða mönnum ráðgátur.
Má til dæmis nefna hina ævintýralegu frásögn af siðustu
ferð Fawcetts höfuðmanns inn í frumskóga Brasilíu, þar sem
þessi hugrakki Breti hvarf fyrir fullt og allt og um hann
mynduðust furðulegustu frásagnir.
Þótt segja megi, að ráðgátan um örlög Fawcetts höfuðsmanns
hafi aldrei verið leyst eftir venjulegum leiðum, þá eru hér
í þessari hók færðar að þvi mjög sterkar líkur, að honum
hafi engu að síður tekist að ná sambandi við umheiminn
eftir dulhæfnileiðum, en þeim var hann mjög kunnur sök-
um persónulegra rannsókna.
Telja ýmsir að ekki sé útilokað að höfuðsmaðurinn hafi til
dæmis reynt að beita til þess hugsanaflutningi, því kona hans
Nína Fawcett er sögð hafa fengið hugsanaskeyti frá honum
á árinu 1934.
Annars komu fyrstu hugsendingaboðin frá Percy Fawcett
gegnum breska miðla 1930. Og tveim árum siðar staðfesti
hinn frægi miðill, Estelle Roberts, í transi, að höfuðsmaður-
inn væri enn á lifi í frumskógum Brasilíu. En án þess að
hafa minnstu hugmynd um það tók annar miðill, sem ekki
síður var frægur, Geraldine Gummins, árið 1935 að skrifa
ósjálfrátt alla örlagasögu Fawcetts og rekja hana orði til
orðs. Svo furðuleg varð þessi saga, að hún hefði verið talin
meðal frægustu ævintýraskáldsagna, ef hún hefði verið birt
sem slík.
Ég bið lesendur mína forláts, að eyða svona miklu efni í
þessari grein um þessa einu frásögn, en afsaka mig með því, að
frásagnirnar um hvarf Fawcetts höfuðsmanns heilluðu huga
ntinn árum saman, þangað til forvitni minni var svalað með
frásögnum af þessari ósjálfráðu skrift hins fræga miðils Ger-
aldine Gummins.