Morgunn


Morgunn - 01.06.1980, Side 64

Morgunn - 01.06.1980, Side 64
62 MORGUNN skráS af nemendum hans. Ýmislegl er til af því í lítilli bók á íslensku, sem ber nafnið HVER ER SINNAR GÆFU SMIÐ- UR og dr. Broddi Jóhannesson íslenskaði og er sú bók meðal þeirra bóka sem ég met mest, sökum þeirrar miklu lífsvisku sem i henni er að finna. Til dæmis þetta: „Ef mótlæti hendir þig, þá mundu að snúa þér ætíð til sjálfs þín og spyrja hverja mannkosti þú megir setja gegn því. Ef þér er falið erfitt starf nýtur þú þrautseigju þinnar, og ef þú ert svívirtur neytir þú mnburðar þíns“. „Segðu um engan hlut: Ég missti hann, heldur: Ég skil- aði honum aftur. Barn þitt hefur látist, — þvi hefur verið skilað aftur. Kona þín hefur dáið, — henni hefur verið skil- að aftur. Þú hefur verið sviptur óðali þínu, — einnig því hef- ur verið skilað aftur. En þú munt svara: Sá er illvirki sem svipti mig því. Hvað varðar þig hvern gjafarinn kaus til þess að krefja það aftur? Meðan hann Ijær þér það skaltu geyma þess vel, en telja það annarra eign sem gestir gistihúsið." Epiktet segir ennfremur á öðrum stað: „Þér myndi þykja hart ef einhverjum yrði gefið vald á líkama þínum. En minnkast þú þín þá ekki fyrir það að gefa hverjum sem er vald á skapi þinu, svo það æsist og gengur úr skorðum, ef hann svívirðir þig?“ Já, Epiktet bendir okkur nefnilega á það, að eitt af því sem við getum ráðið við sé að stjórna hugsun okkar. Hann bend- ir okkur á það að greina á milli þess í lífinu, sem við ráðum við og hins sem við ekki fáum breytt. Og hann bendir okkur á rétt viðbrögð gagnvart því sem hendir okkur. Þessi sama viska kemur fram i hinni frábæru bæn AA- manna: „Guð gefi mér æðruleysi til þess að sætta mig við það sem ég get ekki breytt. Kjark til þess að breyta þvi sem ég get breytt, og vit til þess að greina þar á milli“. Aldrei hefur nauðsyn þess að kunna að bregðast rétt við vandamálum lífsins verið brýnni en nú á þessum tímum hinna örhröðu breytinga í þjóðfélaginu, enda þjáist orðið ann- ar hver maður af streitu í einhverri mynd.

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.