Morgunn - 01.06.1980, Page 65
BÆKUR
63
En það er einmitt tilgangur bókar Harolds Shermans að
kenna okkur þau viðbrögð sem ein mega að gagni koma gegn
þessum vanda.
Ég hef hér að framan bent á, að þessi snjöllu ráð hafi reynd-
ar öldum saman staðið okkur til boða. En stundum getur
verið erfiðleikmn bundið að fiima þessa fornu visku og okkur
er því hollt að lesa góðar bækur sem draga þetta saman fyrir
okkur og sýna okkur með lifandi dæmum úr nútímanum
hvernig hægt er að lækna sjálfan sig af margs konar þján-
ingmn. Og það er einmitt það sem Sherman er að gera með
þessari bók sinni. Hann tekur það sjálfur skýrt fram, að það
sem hann kennir í þessari bók sé ekkert nýtt. Það er forn
viska. En alltof mörgum er ókunnugt um þá möguleika sem
í þeim sjálfum búa til þess að leysa vandamál sín og þetta
er því bók fyrir þá. Markmið þessarar mjög gagnlegu bókar
er að kynna okkur ýmsar grundvallarreglur um sjálf okkur
og veita okkur næga þekkingu til þess að þroska með æfingu
meðvitaða stjóm á djúpvitundinni, sem getur veitt okkur
næstum takmarkalausa möguleika til þess að breyta lífi okk-
ar og örlögum lil liins betra. Hún kennir okkur meðal
annars:
Að lita á lífið sem tilgangsrikt fyrirbæri.
Að sætta okkur við lífið og aðstæður þess með gleði, hvert
sem umhverfi okkar er.
Að unna hverri mannveru, — því við erum skyld öllu lífi.
Að viðurkenna að þetta sé skynsemi gæddur og gáfum bú-
inn alheimur.
Að sjá í lítilmótlegasta erfiðismanni og mesta kennara
jafna möguleika á þjónustu.
Að vera hugrakkur — verjast þeirri freistingu að gefast
upp i baráttu sem virðist vonlaus — öruggur í þeiiri
trú, að sigur hefur alltaf verið grundvallaður á óförum,
að hamingjan getur ekki annað en fylgt í kjölfar mót-
lætis.
Að skilja að þú uppskerð því aðeins ófarir, að þú farir ekki
rétt með þann efnivið sem fyrir hendi er.