Morgunn


Morgunn - 01.06.1980, Side 69

Morgunn - 01.06.1980, Side 69
BÆKUR 67 ferðum að reyna að eyðileggja þá sálarlega, gera þá villidýr- um verri. Þetta tókst fyrst í stað. Tortryggni og fjandskapur fór vaxandi meðal fanganna og hver höndin upp á móti ann- arri. Allt virtist dæmt til vonleysis og dauða. En þá gerist kraftaverkið mitt í allri eymdinni. Menn tóku að fórna lífi sínu hver fyrir annan og hjálpa hver öðrum með öllum þeim ráðum sem tiltæk voru. Yonin verður örvænt- ingunni sterkari og sigrandi máttur grimmdarinnar og dauð- ans tekur að dvina fyrir ósigrandi mætti kærleikans. Hinn blundandi kraftur góðleikans vaknar í þessu víti mannlegr- ar eymdar. Þetta er saga sem getur sagt okkur ýmislegt um sjálf okk- ur. Hún hlýtur að valda því, að við blygðumst okkar fyrir sí- felldar kvartanir undan smámunum. Við sjáum allt í einu fyxir hve margt við getum þakkað og það minnir okkur á skyldur okkar við meðbræður okkar og systur. Sú hugarfarsbreyting sem átti sér stað með þessum föng- um Japana er svo stórkostleg, að hún hlýtur að vekja í brjósti góðra manna nýjar vonir um framtíð mannkynsins, þrátt fyrir allt. Þessi bók er því jafnt bölsýnismönnum sem bjart- sýnismönnum hinn hollasti lestur. Séra Gunnar Björnsson Bolungarvik hefur þýtt bókina með prýði, ekki síður bundið mál en óbundið og færi ég honum þakkir fyrir. Jóhann J. E. Kúld: 1 LlFSINS ÓLGUSJÓ. Ægisútgáfan, 1979. Rvik. Nöfn sumra þeirra íslenskra bóka, sem út koma fyrir jólin, virðast stundum ærið tilviljunarkennd. Mig grunar að stundum séu nöfnin meira valin með tilliti til auglýsinga- gildis en að bækurnar beri nöfn með rentu.

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.