Morgunn - 01.06.1980, Side 71
BÆKUR
69
Það er bersýnilegt af frásögn þessarar bókar og kemur
beinlínis fram í tilvitnuðum orðum ákveðinna manna og sam-
tölum við þá, að Jóhann hefur verið dugandi starfsmaður,
því þeir sem veittu honum vinnu virðast hafa sóst eftir því
að fá hann aftur til sín. En þegar á reyndi var þetta ekki nóg.
Atvinnurekendum virðist hafa sviðið mjög forusta hans í bar-
áttu verkalýðsins fyrir bættum kjörum og notuðu aðstöðu
sína á þessum atvinnuleysistimum til þess að reyna að kúga
hann eða múta honum til þess að hætta þessum afskiptum.
Það er ekki falleg saga, en hér er hún rakin með upprifjun
samtala, sem gerir það að verkum, að höfundur hlýtur hér
að vera að segja ómengaðan sannleikann.
Og það eru einmitt viðbrögð hans við þessum tilraunum,
sem að mínum dómi gera baráttu hans hetjulega, því hann
neitaði með öllu að bregðast félögum sínum, þótt freistingin
hljóti að hafa verið mikil. I stað fullkomins atvinnuöryggis
varð hann nú að horfast í augu við það að vera á svörtum
lista meðal atvinnurekenda og svo bættist það við, að hann
var kvæntur og þar að auki svo heilsulaus orðinn, að honum
var beinlínis hætta búin af erfisisvinnu, því hann var berkla-
veikur. Hann dvaldi langtímum saman á hælum og konan
hans líka, enda dró þessi sjúkdómur hana að lokum til dauða.
Látlaus lýsing höfundar á viðskilnaði þessara hjóna, sem
unnust, er einn fegursti kafli þessarar bókar.
Einn er sá þáttur í frásögn bókarinnar, sem mjög er at-
hyglisverður, en það eru skyggnisýnir Jóhanns. Til dæmis
maðurinn sem hann sér hvað eftir annað á gamla Lagarfossi
á ýmsum stöðum á skipinu og misjafnlega klæddan eftir því
hvað hann er að fást við þá stundina. Eru þær frásagnir
sumar æsispennandi. Sýndi höfundur mikla hugdirfsku gagn-
vart þeim reimleikum og komst hann síðar að því, að maður
þessi hefði horfið af Lagarfossi í vondu veðri mn nótt og töldu
flestir, að hann hefði tekið fyrir borð á stríðsárunum 1914
til 1918.
Ég tel bókina 1 LÍFSINS ÖLGUSJÖ höfundi sínum til sóma.