Morgunn


Morgunn - 01.06.1980, Side 75

Morgunn - 01.06.1980, Side 75
BÆKUB 73 Það sem einkum hlýtur að auka ánægju og áhuga hugs- andi lesanda er hið mikla mannvit, sem fram kemur í þessu ljóði. Hér gætir mikillar lifsreynslu, sem höfundur hefur bú- ið í hinn fegursta búning, þannig að hvort tveggja heillar, efni og form. Hér virðist hafa verið náð vissri fullkomnun, sem hlýtur að vera verðandi ljóðskáldi merkileg og holl fyrir- mynd að ýmsu leyti. Hér haldast i hendur viska og snilld, sem hlýtur að vera eðlilegt takmark listar skáldsins. Og visk- an í þessu forkunnarfagra ljóði er þess eðlis að hún á erindi til allra. Hér er farið viturlegum orðum um einmitt margt af því, sem hver persóna kynnist fyrr eða síðar í lifinu, en hið sístækkandi skólakerfi fræðir okkur þó ekkert um, t. d. ástina, hjónabandið, bömin, sem við eigum eftir að eignast, vinnuna, gleði og sorg. Hvað lærir hann lærðasti maður um þessi undirstöðuatriði mannlegs lífs á áratuga skólagöngu: ekkert. Skólarnir em sniðnir til þess að framleiða sérfræð- inga á öllum mögulegum sviðum, sem standa algjörlega varn- arlausir, máttvana og óupplýstir gagnvart því sem hver mað- ur í venjulegu þjóðfélagi lilýtur að mæta. Við erum alls- endis óviðbúin eðlilegum mótbyr i lífinu, þótt við kunnum að hafa ágætustu sérþekkingu á einhverju einstöku sviði. Við gerum okkur ekki grein fyrir því, að það er ekki aðalatriðið hvað hendir okkur í lífinu, heldur hitt hvernig við getum bmgðist við því. Þess vegna hlöðumst við streitu og andlegri örvilnan. I þessum efnum getur engin venjuleg skólamennt- un hjálpað okkur, því hún er alls ekki sniðin til þess að kenna okkur hverju við má búast í lífinu og enn siður hvemig við eigum að bregðast við því. Er því ekki kominn tími til þess að endurskoða þessar dým stofnanir, svo þær komu hverjum manni að meira gagni í lífinu en þær gera nú? Hámenntaður maður er engu betur settur í lifinu en óbreyttur verkamaður, nema að þvi leyti að honum eru tryggðar hærri tekjur. En er það nú reynsla okkar, að mennt- un sé trygging lífshamingju? Ó, nei. En uppbygging skóla- kerfisins virðist byggjast á því að svo sé. Veita milljónaeignir þér hugarró eða sálarfrið? Ég hygg að reynslan bendi á allt

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.