Morgunn


Morgunn - 01.06.1980, Side 82

Morgunn - 01.06.1980, Side 82
80 MORGUNN maður sig hafa komist í snertingu við látna þegar háskólinn í Chicago gerði um þetta umfangsmikla könnun fyrir nokkr- um árum. Þetta er einungis tölulegur fróðleikur. Hann segir okkur ekkert um það hvað þarna gerðist i hverju tilviki, t. d. við hvaða aðstæður þetta gerðist. Til þess þarf að afla upplýs- inga um einstök tilfelli. Á hvem hátt skynjaði maðurinn hinn látna? Við hvaða aðstæður varð þetta? Hvað einkenndi hina látnu? Gáfu þeir eitthvað til kynna er þeir birtust mönn- imi? Slíkum spurningum og mörgum fleirum, sem vakna þegar litið er á tölumar hér að ofan, verður aðeins svarað með sérstakri rannsókn, þegar aflað er upplýsinga um mörg einstök tilfelli. Nv'r fýsir okkur, sem stóðum fyrir nokkrum árrnn að könn- uninni á vegum Háskóla Islands, að fá samband við fólk sem að eigin mati hefur einhvern tíma og á einhvem hátt orðið vart við látið fólk. Við viljum hvetja alla þá, sem yfir slíkri reynslu búa, til að láta okkur vita með því að senda okkur nafn sitt og heim- ilisfang. Gjarnan má fylgja örstutt lýsing á reynslunni eða því merkasta sem viðkomandi hefur reynt á því sviði. Hefur þú nokkru sinni orðið vitni að því er látinn maður virtist á einhvern hátt gera vart við sig? Ef svo er, viltu þá vinsamlega senda okkur nafn þitt, heim- ilisfang og síma. Þá verður brátt haft samband við þig bréf- lega eða i síma. Farið verður með allar upplýsingar sem trún- aðarmál. Vinsamlegast póstleggið bréfið með eftirfarandi utanáskrift: Sál fræSirannsóknir Háskóli tslands 101 Reykjavík.

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.