Morgunn


Morgunn - 01.12.1982, Side 67

Morgunn - 01.12.1982, Side 67
GREINASYRPA „ÚR HEIMI VÍSINDANNA“: (4. þáttur) ÞÓR JAKOBSSON: ERFÐIR OG EÐLI LÍFSINS Einstigi eða alfaraleið Það er ekki heiglum hent að vita með vissu, hvar megi búast við mestum framförum í vísindum næsta áratuginn. Margar uppgötvanir skjóta upp kollinum flestum að óvör- um: einhver mauriðinn náungi hefur rétt einu sinni haft heppnina með sér og dottið einn síns liðs niður á nýstár- lega staðreynd. Sigri hrósandi færir hann hana þeim, sem hamast í hópum með sveittan skallann í sviðsljósinu — þar, sem árangurs hafði verið helst að vænta. Vísindamaður getur kosið að vera einn á báti eða skip- að sér í flokk. Annars vegar er hættan á litlum árangri, þegar farnar eru ótroðnar slóðir. Hins vegar er mun meiri vissa um að tímanum sé vel varið, þegar fengist er við „tískuverkefni". En þar er þá samkeppni við stéttarbi’æð- ur að sama skapi meiri. Líkt og listamenn geta vísindamenn hagað störfum sín- um á ýmsa vegu, samkvæmt ólíku upplagi. Sumir kjósa að dútla í kyrrþey upp á von og óvon, alla vega sjálfum sér til ánægju, og þeir geta jafnvel veitt sér að sinna öðru sem lífið hefur upp á að bjóða. Aðrir fórna öllu fyrir verk- efnið. Þeir vita hvar geimið er í bænum, þeir þekkja „tísku- verkefnin“ sem „Big Science“ hefur um þessar mundir

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.