Morgunn


Morgunn - 01.12.1992, Page 9

Morgunn - 01.12.1992, Page 9
Guðjón Baldvinsson: EG TRUÐI EKKI A ÞETTA í FYRSTU 2. HLUTI Viðtal við Margréti Finnbogadóttur um dulræna reynslu hennar. I síflasta hefti Morgnns birtum við fyrri hluta frásagnar Margrétar Finnbogadóttur um dulræna reynslu hennar. Hér fer á eftir síðari hluti viðtalsins við hana. Eg átti mjög auðvelt með að komast í samband við föður minn varðandi flest það sem mér fannst þörf á. En það skeði alltaf í gegnum drauma. Og það var ýmislegt sem ég ræddi við hann með þessum hætti. Einstæð móöir stóð að sjálfsögðu frammi fyrir ýmsum málum sem leysa þurfti. Ég hef alla tíö haft mikla trú á mætti bænarinnar og hún hefur verið minn styrkur alla tíð í gegnum þykkt og þunnt. Bænin hefur verið mér afar mikils viröi allt frá barnæsku og ég fer með þær í dag eins og ég gerði sem barn. Og þegar ég þarfnaöist ráða þá var ég vön að fara með bæn og biðja guð að leyfa föður mínum að koma og gefa mér góð ráð í hinu og þessu. Og hann kom alltaf og leysti iðulega úr mínu vandamáli. Ég get nefnt eitt dæmi í því sambandi. Ég var í vist, eins °g það var kallað, hér í Reykjavík og var það hjá háttsett- um embættismanni hjá borginni. Kona þessa embættis- nianns vissi af þessu sterka sambandi minu við fööur 7

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.