Morgunn


Morgunn - 01.12.1992, Síða 10

Morgunn - 01.12.1992, Síða 10
Ég trúði ekki á þetta í fyrstu MORGUNN minn. Eitt sinn kom það fyrir að þessi hjón urðu húsnæðislaus. Þau voru að byggja á þessum tíma og eins og vill verða þá urðu þau mikið á eftir áætlun með bygg- inguna. Þau urðu sem sagt að fara úr því húsnæði sem þau voru í, því það var búið að lofa öðrum að fá það á fyrirfram ákveðnum tíma. Þeim verður það til ráða að þau flytja, með börnin, inn í skrifstofuhúsnæði föður hús- freyjunnar. Þetta verður náttúrlega til þess að ég verð atvinnulaus og þarf nú að fara að leita mér að starfi. Það varð náttúrlega talsvert mál fyrir mig. Mín fyrrverandi húsmóðir lagði mikla áherslu á það að ég reyndi að fá eitthvert starf sem ekki væri of tímafrekt svo ég hefði nægan tíma fyrir barnið mitt. Ég setti auglýsingu í blað og það er skemmst frá því aö segja að geysimargir hringdu. Ef til vill hefur það ýtt undir að margir hafa kannast við símanúmerið sem ég gaf upp, en eins og fyrr er getiö þá var þaö hjá háttsettum embættismanni og bærinn var ekki það stór á þessum tíma að margir hafa kannast viö númeriö. Það má nánast segja að síminn hafi ekki stoppaö. Ég haföi þann háttinn á að ég tók bara niður nafn og símanúmer viðkomandi aðila, vildi ekki taka ákvörðun svona á stundinni, spuröi um fjölda heimilismanna og annað sem mér fannst skipta máli. Einn þeirra sem hringdu segir mér aö konan sín sé lömuö. Þau eigi tvö börn, og annaö þeirra, sonur, sé á svipuöum aldri og ég, en hann búi í Keflavík, hjá tengdaforeldrum hans. Þau höföu tekiö hann aö sér þegar móðirin lamaðist, en þaö haföi átt sér staö einum mánuöi eftir aö hún eignaöist soninn. Heima var því aöeins annaö barniö, sonur líka, sjö ára gamall. Þau bjuggu í íbúð með þremur her- bergjum en notuöu aðeins tvö þeirra og höfðu hugsað sér að ég fengi það þriöja. Svo það var nú varla hægt að segja að þetta gæti veriö minna í sniðum allt saman. Mér líst í 8

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.