Morgunn - 01.12.1992, Page 12
Ég trúði ekki á þetta í fyrstu
MORGUNN
henni að halla í tíu og þá segir húsmóðirin: „Heldurðu að
kaffitíminn fari ekki bráðum að verða búinn hjá honum?"
„Það getur ekki verið," svara ég, „ætli hann sé ekki fram-
undir klukkan tíu sums staðar."
Eg var gjörsamlega búinn að gleyma öllu um þennan
mann. Ég mundi ekki símanúmerið, hvar hann starfaði,
hvað hann hét eða hvar hann ætti heima. f>að eina sem ég
mundi var að hann ætti heima einshvers staðar nálægt
Freyjugötu. Okkur hafði meira segja talast svo til, mér og
þessum manni, að ef ég hefði ekki samband við hann, þá
hefði ég tekið einhverju öðru tilboði. Hann þurfti sem
sagt ekkert að hafa frekara samband við mig. Þess vegna
var það afar ólíklegt að hann myndi gera svo.
En svo gerist það óvænta, hann hringir klukkan rúm-
lega hálf tíu. Hann er afar kurteis, því hann vissi náttúr-
lega að hann var að hringja í síma hjá einum af æðstu
embættismönnum borgarinnar og biðst afsökunar á því
að vera að hringja. En það hafi verið svo einkennilegt að
sér hafi endilega fundist að hann yrði að hringja í mig og
fá þetta á hreint hjá mér, hvort ég ætlaði að taka starfinu
eða ekki. Þó að hann teldi að ég hlyti að hafa tekið þá
ákvörðun að taka ekki tilboðinu, þar sem ég hefði ekki
hringt, þá var það eitthvað, sem hann treysti sér ekki til
að útskýra, sem ýtti mjög á hann með það að hringja og
kanna málið. Hann baðst reyndar mjög afsökunar á
þessu. Ég sagði honum að hann þyrfti ekkert að vera að
afsaka það, ég hefði reyndar verið að bíða eftir því að
hann hringdi því ég hefði týnt símanúmerinu hans. „Það
var einmitt þú sem ég ætlaði að hafa samband við," sagði
ég-
Hann kvaðst myndu verða heima í hádeginu og ég gæti
komið og rætt málið nánar þá, ef ég vildi. En ég var
ekkert að tvínóna við það ég fór bara heim til hans strax
og ræddi við konuna hans. begar ég svo sé hana, þá
10