Morgunn


Morgunn - 01.12.1992, Side 14

Morgunn - 01.12.1992, Side 14
Ég trúði ekki á þetta í fyrstu MORGUNN Það var ekki þessi fimmtugi heldur maðurinn sem ég hélt að væri trúlofaður systur mannsins sem ég fékk vinnuna hjá. Þau voru þá bara alls ekkert trúlofuð. Þarna bjó fjöl- skylda hans. Og Hann er maðurinn minn í dag. Þannig að þeir voru reyndar tveir sem voru ógiftir þarna. Maðurinn minn, sem heitir Eiríkur, og konan lamaða, voru systkina- börn, og þess vegna var hann staddur þarna, fyrsta dag- inn sem ég dvaldi í þessu húsi. Hringurinn sem ég sá á fingri hans var bara venjulegur skrauthringur. Frænka mín, sem ég hef vitnað til hér á undan, var ekki mikið dulræn sjálf, en var mjög opin fyrir öllu slíku og hafði áhuga á því. Ekki minnist ég þess að faðir minn hafi verið sérstaklega berdreyminn á sínum tíma, ég er aðeins fjórtán ára þegar hann deyr. Þessir hæfileikar voru aftur mikið meira til staðar hjá móðurfólki mínu. Einn ættingi móður minnar var til dæmis með talsverða miðilshæfi- leika og sótti mikið slíka fundi. Hann lést þegar ég var enn á unga aldri svo ég kynntist honum aldrei. Svo kemur náttúrlega að því að ég og mannsefnið mitt trúlofuðumst. Það var rétt fyrir jólin það ár. Nóttina eftir að við opinberum þá kemur faðir minn til mín í draumi og segir: „Magga, nú er ég að fara. Þú þarft ekki á minni hjálp að halda lengur." Mér fannst þetta nátturlega ansi hart og velti jafnvel fyrir mér hvort ég ætti að slíta trúlofuninni til þess að missa ekki tengslin við föður minn. En nú var það ekki ég sem gat valið og hann fór. Eg reyndi oft að komast í sam- band við hann eftir þetta en það tókst aldrei. Þ.e.a.s. að undanteknu einu skipti, mörgum árum seinna. Þá allt í einu kemur hann til mín í draumi. Eg hygg að yngsta dóttir mín hafi þá verið um það bil tíu ára gömul. Mér finnst hann koma inn í hrebergið til mín, og ég segja við hann: „A hvaða ferðalagi ert þú?" „Eg er að sækja," svar- ar hann. „Mig?" spyr ég þá hrædd. „Nei, nei," svarar hann. 12

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.