Morgunn


Morgunn - 01.12.1992, Page 15

Morgunn - 01.12.1992, Page 15
morcunn Ég trúði ekki á þetta í fyrstu Móðir mín lá á þessum tíma mjög veik á sjúkrahúsi. Sjálf var ég nýkomin af Landakoti eftir sjúkdómslegu þar. En hann vill ekki segja mér hvern hann sé kominn til þess að sækja. Eg tel upp nöfn flestra ættingja minna en hann segir nei við þeim öllum, en bætir við: „Ég mun sækja ykkur öll, en það er bara enn óskaplega langt þangað til ég kem að sækja þig og móður þína og reyndar öll ykkar. En hann segist samt vera kominn þarna til þess að sækja, og ég átta mig á því að klukkuna vantar tvær mínútur í eitt. Hann segir svo við mig að hann megi ekki vera að því að dvelja hjá mér lengur því hann sé að sækja. Og hann fer án þess að segja mér nokkuð um það hver það sé. Klukkan átta um morguninn hringir móðursystir mín í mig og spyr hvort ég sé það frísk að ég treysti mér til þess að fara upp á spítala til móður minnar og tilkynna henni að bróðir hennar hafi látist þá um nóttina. Ég spyr hana hvenær hann hafi dáið. „Um eina mínútu fyrir klukkan eitt," svarar hún. Og það er nákvæmlega á þeim tíma sem feðir minn er að fara að sækja hann. Svona upplifanir geta þó oft verið erfiðar. Hér áður fyrr sá ég oft þegar fólk var að farast. Ég óskaði þess oft að ég væri laus við þetta. Ég sá jafnvel atburði sem voru að eiga sér stað erlendis. Sonur minn, hann Bjarni, var farmaður um tíma, og ég fylgdi honum oft með þessum hætti á þá staði sem hann sigldi til. Og það er varla til það land í Evrópu sem ég hef ekki komið til, dulrænt séð. Ég fylgdi honum alltaf í draumi. Eitt sinn var hann á skipi sem m.a. sigldi til Rússlands þg Hollands. Á þessum ferðalögum fannst mér alltaf ein- hver vera með mér, án þess að ég sæi hann þó. Eitt sinn fannst rnér við fara yfir Danmörku og austur Evrópulöndin og sem leið liggur allt til Murmansk í Rússlandi. bar sé ég skipið hans fara frá bryggju. Ég sá 13

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.