Morgunn - 01.12.1992, Síða 18
Ég trúði ekki á þetta í fyrstu
MORGUNN
minn, hvar sem var í heiminum. Mér fannst ég alltaf sjá
þetta svona eins og ofan frá.
Eitt sinn sem oftar lá ég á Landakoti á tveggja manna
stofu, innst á ganginum. Með mér lá gömul kona, sem
vissi orðið nokkur deili á mér og mínum. Á þessum tíma
var Bjarni minn atvinnulaus og vissi þessi gamla kona af
því. Þá finnst mér einu sinni að ég komi niður að höfn og
fari um borð í íslenskt skip, svart á lit. Á báðum hliðum
þess eru fánar við hún, annar mjög stór og er það íslenski
fáninn, en á hinni hlið skipsins sá norski. Og ég skynja
það að Bjarni eigi að fara á þetta skip. í þann mund vakna
ég og segi gömlu konunni strax frá þessu. Hún svarar því
eitthvað þannig að það verði nú gaman að sjá hversu
berdreymin ég sé varðandi þetta.
Nú, það er nú ekkert annað en það að Bjarni kemur
þarna biaðskellandi í næsta heimsóknartíma á eftir,
hlaðinn jólapökkum, því þetta var rétt fyrir jólin, og
tilkynnir mér að hann hafi keypt jólagjafirnar því hann sé
búinn að ráða sig á þetta skip, sem hann tiltekur. Það sé
búið að leigja skipið til Noregs og það eigi að vera í flutn-
ingum þar á milli hafna og jafnvel eitthvað til meginlands
Evrópu líka. Hann er svo nærri því sex mánuði í þessum
siglingum.
Eitt sinn sá ég það í svona sýn, að hann er staddur í
hafnarbæ í suðurhluta Noregs og er á leið í land. Ég sé
hann ganga áleiðis frá höfninni og inn til bæjarins þangað
sem mér fannst að væri járnbrautarstöð. Og þar hverfur
hann mér út í myrkrið. Eg vakna svo upp frá þessu og
vissi ekkert meira um hans ferðir.
Síðan líða nokkrar vikur, og þá er hringt í mig og mér
tilkynnt að hann sé látinn. Ég segi að það geti ekki verið.
Maðurinn sem hringdi heldur náttúrlega að mér sé svo
brugðið að ég bara afneiti þessu alveg. Hann spyr mig
því hvort ég hafi frétt eitthvað annað. Ég neita því og