Morgunn - 01.12.1992, Síða 23
MORGUNN
Ég trúði ekki á þetta í fyrstn
hans megin. hað kemur inn um dyrnar, gengur að fóta-
gaflinum mín megin, og gengur svo framhjá mér. Og mér
fannst stafa frá því einhverri herjans frekju. Mér finnst
það fólk sem fyrst kom vera einhversstaðar aftan úr
öldum, frá herragarðstímabili einhverju. Og allt var það
klætt í ýmsa búninga, allt eftir því hvaða tímabili það
hafði verið uppi á. Og alltaf var það einhver einn sem
hafði orð fyrir hverjum hóp og allir kröfðust þess sama.
bau vildu mig í burtu af þessum stað. Þessa krafðist hver
hópurinn af öðrum, jafnóðum og þeir komu inn. Ég
svaraði þeim og sagði að það kæmi sko ekki til greina, ég
færi ekki fet. Ég var bara hin versta og hugsaði með mér
að ég skyldi sko ekki færa mig hætis hót. Svo sé ég allt í
einu að inn kemur par. Og ég skynja það að þau hafa
farið ung af jörðinni. Þau hafa ekki verið gift en stúlkan
verið orðin ófrísk þegar þau létust, en þau höfðu bæði
látist á sama tíma. Þau höfðu yfirgefið jarðlífiö vegna þess
að þau máttu ekki eigast. En þau eru strönduð þarna ein-
hvers staðar á milli vita og komast ekki áfram. Með þeim
er barnið þeirra. Og mér finnst að ég eigi aö hjápa þeim.
Eg rétti þeim höndina og leiða þau áfram. Þetta voru
afskaplega góðar manneskjur og mér finnst ég leiða þau
áfram eins og sjómennina áður. En ekki varð ég þó vör
við að ég kæmi að landamæralínunni eins og þá. En mér
fannst samt að ég væri búin aö koma þeim á þá braut sem
þau þurftu til þess að komast áfram. Mér fannst þau fara
inn í mikla birtu og vera mjög ánægð.
Svo heldur þessi ganga fólksins áfram í gegnum her-
bergið okkar, kynslóð eftir kynslóð, þangað til að það er
farið að nálgast tímabilið í kringum síðustu heimsstyrj-
öld. bá sé ég koma par sem hafði veriö gift á jörðinni. Og
ég verð þess strax fullviss að þau hafi veriö myrt af ein-
hverjum s.k. föðurlandsvinum. Og það var erfitt í
kringum þau. Mér fannst ég koma inn að bæ, trúlega
21