Morgunn


Morgunn - 01.12.1992, Síða 25

Morgunn - 01.12.1992, Síða 25
morgunn Ég trúði ekki á þetta í fyrstu Verðurðu stundum vör við eitthvað svona fólk á ferð heima hjá þér? Já, það verð ég. Ég man t.d. eftir því þegar ég var ný- búin að eignast elstu dóttur mína, þá vorum við hjónin húsnæðislaus, og dvöldum hjá Ellu frænku minni sem bjó í Hafnarfirði. Við bjuggum í herbergi er maðurinn hennar hafði verið borinn inn í þegar hann drukknaði en hún var ekkja. Hann var náttúrlega mjög oft þarna, við urðum bæði vör við hann, og fannst það ekkert tiltökumál. Svo var það eitt sinn þegar ég var óvenju slöpp eitthvað og illa upplögð aö ég ákveð að leggja mig eftir hádegið eftir að ég var búin að svæfa barnið. Og þá verð ég strax vör við fjarskyldan ættingja minn einn. Þetta var ættingi sem mér hafði þótt afar vænt um. Hann fékk berkla á sínum tíma og dvaldi lengi á Landakoti. Ég heimsótti hann alltaf þegar ég átti frí. Og mér finnst hann vera þarna, þó eitt- hvað ofar en ég var. Einnig skynja ég mann frænku rninnar þarna og líka eins og ofar. Þessi frændi minn ávarpar mig og segir: „Magga, þú hefur svo mikinn kraft að þú þarft ekki annað en að rétta okkur litla fingur svo við getum komist í samband við aðra á jörðinni. Hjálpaöu okkur til þess." En það segir maður frænku minnar sem þarna var líka, eins og áður segir: „Nei, Magga,'það skaltu aldrei gera. Það skaltu ekki gera fyrir hann." Og ég fer að hans ráðum og segi við frænda minn að það vilji ég ekki gera. Og við það vakna ég. Ég held að hann hafi haft eitthvað neikvætt í huga, annars hefði maður frænku minnar aldrei sett sig upp á móti því. Hann heföi ekki gert það ef það hefði átt að vera til einhvers góðs. Þessi frændi minn var prakkari og ég hefði svo sem alveg getað trúað honum til ýmissa prakkarastrika. 23

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.