Morgunn - 01.12.1992, Page 36
Á andlegu ferðalagi
MORGUNN
standandi eða liggjandi og þar sem ég á ekki mikla hættu
á að verða fyrir ónæði. hað er ekki síður gott að loka
orkustöðvunum úti í friðsælli náttúrunni og huga að
andlegum málum þar en innan dyra.
Er ég hefi komið mér þægilega fyrir reyni ég að kyrra
hugann. Ég fer með bæn til hins góða og segi síðan:
„Ég loka höfuðstöðinni og læsi en skil eftir ljósop fyrir
lífsljósið og yl þess.
Ég loka ennisstöðinni og læsi.
Ég loka hálsstöðinni og læsi.
Ég loka hjartastöðinni og læsi.
Ég loka magastöðinni og læsi.
Ég loka miltisstöðinni og læsi.
Ég loka mænurótarstöðinni og læsi en skil þar eftir
ljósop fyrir lífsljósið og yl þess.
Hér er tvennt sem ég vil skýra og vekja athygli á. Komir
þú á slysstaö þar sem mikla orku og hjálp vantar má
maöur búast við því aö þeir að handan sæki hana til allra
viðstaddra og því má maöur ekki gleyma aö loka aftur er
við göngum á braut.
Þeir sem hafa verið á miðilsfundi, eða þar sem andleg
efni hafa verið til umfjöllunar, hafa ósjálfrátt opnað upp
og þurfa því að loka aftur, áður en út er gengið.
Hér hefi ég lokið umfjöllun minni um orkustöðvar og
það sem þeim tilheyrir, svo sem opnun og lokun þeirra
og nú tek ég til við að lýsa áruhjúp okkar.
bað er talið aö fyrir fæðingu fáum við áru okkar og að
hún sé um okkur allt lífið og flytjist með okkur yfir landa-
mærin. Áran er hjúpur er umlykur okkur. bað er einstakl-
ingsbundið hverjir litir hennar eru og hve stór hún er, en
stærst er hún um höfuðiö, enda kölluö þar höfuðljósið.
Huglækningamiðlar, heilarar, geta lesiö mikið út úr áru
hvers einstaklings. beir finna sjúkdómana sem hrjá þá er
þeir eru aö heila og þeir geta, séu þeir nægjanlega
34