Morgunn


Morgunn - 01.12.1992, Síða 43

Morgunn - 01.12.1992, Síða 43
morgunn Þjónusta englanna Rétt á eftir kom læknirinn inn. Á sama augnabliki sem ég sá framan í hann vissi ég að hann kom með fregnina um andlát föður míns, en þorði ekki að segja mér þetta. Mér datt í hug að gera honum það auðveldara. „Þú ert kominn til að segja mér, að faðir minn hafi orðið fyrir slysi, eða annað verra, að hann sé dáinn," sagði ég. „Hann hefur meiðst illa," svaraði hann, „og... og þeir eru að bera hann inn." ,,Hvers vegna segirðu mér ekki sannleikann nú, læknir?" sagði ég. „Ég veit, að faðir minn er dáinn." „Ég má ekki þræta fyrir það við þig," sagði hann og var hik á honum. „Hann er dáinn." Eftir fáeinar mínútur var andvana lík föður míns borið inn í húsið. Eftir jarðarförina spurði læknirinn mig, hvernig á því hefði staðið, að ég hefði verið svo sannfærð um að faðir minn væri dáinn, áður en hann hefði sagt mér það. Þá sagði ég honum frá sýn minni. Hann sagði mér að allt sem fyrir mig hafði borið í sýninni hefði í raun og veru gerst, að hann og bróðir hans hefðu gert einmitt það sem ég hafði séð þá gera, að hann hefði sagt nákvæmlega sömu orðin, sem ég hafði heyrt hann segja. Faðir minn hafði dáið af hjartabilun. Ég fékk ekki að vita það fyrr en eftir andlát hans, að honum hafði um tvö síðustu árin verið kunnugt um sjúkdóm sinn og að hann gæti dáið á hverri stundu. En hann var hugaður hermaður og hann tók dauðadóm sínum með sama ró- lega hugrekkinu, sem hafði fleytt honum gegnum allar skelfingar indversku uppreisninnar og hann hafði dulið fyrir börnum sínum alla vitneskju um þetta, til þess að hún skyldi ekki spilla ánægju þeirra. 41

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.