Morgunn


Morgunn - 01.12.1992, Page 52

Morgunn - 01.12.1992, Page 52
Treystum grunninn MORGUNN Sá er munurinn varðandi byggingu grunnsins að hús- inu og andlegu þjálfunarinnar að hægt er hugsanlega að fela um skeið ágalla í frágangi byggingargrunnsins en ekki þess er reisa skal andlegu þjálfunina á, hugsanlegir gallar hans munu alltaf skína í gegn. Þeim sem þetta gera sér ljóst og eru sér jafnframt meðvitaðir um þá ábyrgð sem þeir takast á hendur er þeir leggja á braut dulrænna starfa, þarf ekki að hafa áhyggjur af. Þeir munu vita líka að þetta getur aldrei orðið þeirra einkamál. Þetta snertir einnig þeirra samverkamenn og konur fyrir handan, hjálpendur, sem boðið hafa fram sína starfskrafta og treysta á sitt starfstæki hérna megin, sem þeir jafnvel hafa fórnað einhverju fyrir um tíma til þess að veita hjálp sína og styrk. Þetta fólk er raunveruleiki, ekki síður en það fólk sem með okkur er hérna megin. Og því ber að sýna sömu tillitssemi og öðrum. Því má heldur ekki gleyma. Vöndum því grunninn og þá mun „húsið" standa af sér alla vinda. 50

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.