Morgunn - 01.12.1992, Page 56
Að hafa liund sem gæludýr...
MORGUNN
Prófaöar voru konur sem áttu hunda og sem aldrei
höfðu sýnt nein merki um veilt hjarta.
Þær undirgengust streituprófiö heima hjá sér viö
þrenns konar ólíkar aöstæður: Einar meö einungis tækni-
manninn viöstaddan, í félagsskap vinkonu sem þær
treystu og sat hún í fjögurra feta fjarlægö frá þeim, og
meö hundinn sinn liggjandi afslappaðan inni í her-
berginu.
Niöurstöðurnar sýndu aö uppstillingin sem olli mestu
streitunni var sú þegar vinkonan var viðstödd. Sú sem
minnstri streitu olli var þegar hundurinn var nálægur í
prófinu. Sem grunn til samanburðar skulum viö gefa
okkur að það að vera einn sé viðmiöunaraðstaðan. Þá
kemur í ljós aö nærvera vinar jók streituna þegar aftur á
móti nálægö hunds viökomandi dró úr henni. Þegar
vinkonan var viðstödd þá töldu konurnar hraðar og
geröu fleiri vitleysur, en aftur á móti þegar hundurinn
þeirra var inni þá inntu þær talninguna mjög nákvæm-
lega af hendi.
Fyrri rannsóknir, sem samanstóöu af svipuöu
viöfangsefni, sýna hvaö kann aö breyta nærveru vinar í
stuöning. Greinilegur munur kom í ljós eftir athöfnum
vinkonunnar. I fyrstu fyrirskipaöi stjórnandi rannsóknar-
innar vinkonunni aö tengjast tilraunakonunni hljóölega
meö því aö leggja hönd sína á úlnliö hennar og veita
henni þannig stuöning í gegnum allt prófiö. í annaö sinn
var vinkonan meö heyrnartól og hlustaöi þannig á tónlist
til aö koma í veg fyrir aö hún heyröi talningu konunnar í
tilrauninni. Hún las líka í tímariti allan tímann á meðan á
prófinu stóö til þess aö hún sýndist ekki vera meö
athyglina við próf tilraunakonunnar. I þessum hluta
tilraunarinnar lækkaði nærvera vinkonunnar frekar en
hækkaöi streituna vegna prófsins.
Rannsóknaraöilarnir komust að þeirri niöurstööu aö
54