Morgunn


Morgunn - 01.12.1992, Blaðsíða 61

Morgunn - 01.12.1992, Blaðsíða 61
morgunn Úr nýjum bókum af henni. Það stóð á endum að þegar við keyrðum inn í sjúkrahúsið á Akureyri var hún komin með meðvitund. Mundi hún ekki eftir ferðinni til Akureyrar. Hún var rannsökuð ítarlega sama kvöld og um nóttina. Daginn eftir sótti ég hana og við fórum heim. Hún var mjög mátt- farin og var í nokkra daga að ná sér. I ljósi þessa atburðar var okkur foreldrum hennar mun erfiðara að þurfa að senda hana í heimavistarskóla. Okkur var þó ljóst að það varð að prófa það, enda varð hún að fá að lifa eins eðlilegu lífi og unnt var. Jóhanna fékk jafnöldru sina fyrir herbergisfélaga, og var henni kunnugt um veikindi hennar. Einnig fór ég og talaði við skólastjóra og lýsti veikindum hennar sem best ég gat. Eg fór fram á að fá að koma til hennar ef hún fengi köst, sama á hvaða tíma sólarhringsins væri. Fyrsta kastið að Laugum fékk Jóhanna tveimur vikum eftir að skólinn hófst. Það var ekki mjög slæmt, en ég fór til hennar og var fram yfir miðnætti þar til það versta var yfirstaðið. Hún var alltaf mjög máttfarin eftir köstin, og tók það hana tvo til fjóra daga að ná sér að fullu aftur. I lok október var ég að koma úr Reykjavík og var með síma með mér í bílnum. Þá hringdi Sigrún kona mín og sagði að skólameistarinn á Laugum hefði hringt og. sagt að dóttir okkar lægi meövitundarlaus í búningsklefa íþróttahússins. Eg bað konu rnína að fara aö Laugum, og láta mig svo vita hvernig ástandið væri þegar hún kæmi á staðinn. Það er erfitt að lýsa tilfinningum mínuni á þessari stundu, en ég man þó glöggt hvað ég var allur stífur og kaldur. Eg sagði við bílstjórann sem er einn af mínum bestu vinum, að Jóhanna hefði fengið slæmt kast °g hann mætti því hraða förinni. það gerði hann svikalaust, enda vissi hann hvernig köst hennar voru. Eg held að ég hafi varla mælt orð af vörum þá tvo tíma sem eftir voru ferðarinnar að Laugum. Er þangað kom var 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.