Morgunn


Morgunn - 01.12.1992, Síða 66

Morgunn - 01.12.1992, Síða 66
Úr nýjum bókum MORGUNN sinni, tæmt sig eins og sagt er. Það hefur þó aldrei staðið á því að Þórunn hefur alltaf haft einhver ráð með að hjálpa henni þegar í hana hefur náðst. Það hefur verið mikil reynsla fyrir okkur foreldra Jóhönnu að sjá hvað hægt er að gera, og við höfum raun- verulega öðlast nýja sýn á lífið og tilveruna. Þetta hefur fært okkur vissu um það að tilvera okkar á þessari jörð er engin tilviljun, og að hún er bara áfangi í langri þróun. Reynslan hefur gefið okkur vilja til að lifa á nýjan hátt. Það er athyglisvert að í því menntakerfi sem við Islendingar búum við skuli ekkert vera kennt um þessa hluti. Hér virðist vera um feimnismál að ræða eða kredd- ur. Ég tel að það væri mikilvægt fyrir íslenska æsku og íslenskt þjóðfélag, ef fólk með dulræna hæfileika væri fengið til að koma í framhaldsskólana og segja frá því sem það veit og miðla af reynslu sinni. Ég held að við fengjum út úr því betra þjóðfélag og betra mannlíf. Þórunn Maggý hefur spurt okkur hvort hún mætti nota dæmi Jóhönnu í slíka fyrirlestra. Það er erfitt fyrir okkur að leyfa það nema Jóhanna sjálf sé þess fús, en það væri ákaflega mikilvægt og myndi hjálpa mörgum ef slíkt væri gert. Frásögn Jóhönnu Þegar ég hitti Þórunni Maggý í fyrsta sinn, vissi ég nánast ekkert um andleg málefni. Ég hafði enga hugmynd um hvað beið mín, enda jarðbundin að eðlis- fari. Astand mitt var þannig að ég þáði alla hjálp sem mér bauðst. Strax og Þórunn Maggý sá mig, sagðist hún vita hvað amaði að mér. Höfuðstöðin væri opin og áran svo götótt að ég hlyti að hafa fengið slæmar byltur. Það kom heim og saman þar sem ég datt af hestbaki ellefu ára 64

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.