Morgunn - 01.12.1992, Qupperneq 68
Úr nýjum bókum
MORGUNN
„Áhugi Islendinga á dulrænum málum er vel kunnur. Óvfðn
í heiminum eru slíkir hæfileikar jafn almennt viðurkenndir sem
hér á landi.
Kannanir hafa sýnt að verulegur hluti þjóðarinnar telur sig
hafa haft reynslu eða einhver kynni af slíku, einhvern tíma á
lífsleiðhmi.
Einn af þeim sem þannig háttar til um er Einar Ingvi
Magnússon. í þessari bók segir hann frá reynslu sinni og
annarra af dulrænum upplifumtm, skynjunum sem oft tengjast
amstri hins daglega lífs. Þó ekki séu þær allar tengdar stórum
atburðum, þá eru þær órjúfanlegur hluti h'fs þess næma, dul-
rænn veruleiki.
Ekki er ólíklegt að einhverjir kunni jafnvel að finna
samsvörun í eigin reynslu þegar þeir lesa sumar frásögur
bókarinnar, aðrir fróðleik um eitthvað sem þeir hafa óljósan
grun um.
Meðal þeirra sem rætt er við í bókinni má nefna Eirík
Kristófersson, jyrrverandi skipherra, séra Sigurð Hauk
Guðjónsson og Ulf Ragnarsson, lækni.”
Við grípum niður í bókinni þar sem rætt er við Eirík
Kristófersson, fyrrverandi skipherra og nefnist frásögn hans
„Glæfrasjóferðin."
Eiríkur sat inni á herbergi sínu númer 417 á Hrafnistu í
Hafnarfirði, þegar ég kom, og var að grúska í dagblöðum-
Þetta var góðlegur maður, skeggjaður eins og sannur
gamall skipstjóri og afi. Hann var fæddur árið 1892, og
mundi því verða hundrað ára gamall með vorinu, ef hann
lifði svo lengi, sagði hann. Hann tók vel á móti mér, og
bauð mér strax sæti. Þarna sat ég hjá honum hátt á þriðja
tíma og hlustaði með mikilli athygli á frásögur hans-
Kolbrún hafði sagt mér frá því, að Eiríkur hjálpaði fólki,
sem ætti erfitt, og þegar ég fór að tala við hann sagði
hann mér frá því, að hann væri í sambandi við Magnús