Morgunn


Morgunn - 01.12.1992, Side 69

Morgunn - 01.12.1992, Side 69
morgunn Úr nýjum bókum laekni, sem vann mikið í gegnum Hafstein miðil, á meðan hann var lifandi. Uppi á vegg hjá Eiríki var mynd af Magnúsi og þar hjá logaði á upplýstum rafmagnskrossi sem stóð á vegghillu fyrir neðan myndina. Á hillunni var einnig hvít rós. Á borðinu í herberginu var einnig mikið af nafnalistum, þar sem skrifuð voru nöfn manna hvaðanæva af landinu, og einnig frá útlöndum. Eiríkur kvaðst alla tíð hafa verið mjög dulrænn. Hann átti sextán systkini, dóu tvö frekar ung en hin hafi öll náð því að verða 75 ára. Fjögur af systkinunum hafi verið með dulræna hæfileika. Bjuggu þau á Brekkuvelli á Barðaströnd sem nú er farinn í eyði. Það mun hafa verið um veturinn 1942, í stríðinu. Þá vorum við staðsettir fyrir Suðausturlandi og héldum okkur mest á Hornafirði. Það var 15. janúar. Það var stórviðri af norðaustri, og kafald, svo sást ekki út úr augunum. Klukkan milli átta og níu kemur hraðboð frá Djúpavogi. Þar var kona sem búin var að fá barns- fararsótt, svo beðið var um lækni í skyndi, því annars dæi konan. Hann fór undir eins af stað og náði tali af öllum formönnunum og þeir sögðu sem svo að ekkert vit væri í því að reyna þetta. Þeir vönustu sögðust ekki treysta sér hl að komast út úr ósnum hvað þá rneira. Eiga síðan að sigla fjörtíu mílur og inn í skerjagarðinn og þaðan inn á Ujúpavog. Þetta er óðs manns æði, sögðu þeir allir. Allir sem einn sögðu að það væri ekkert vit í þessu, og frá ^annlegu ^jónarmiði var það alveg rétt. Svo kemur læknirinn til mín og fyrst eftir að við tölum saman taldi ég óhugsandi að reyna þetta. En þegar viö enjm að tala saman þarna, þá finn ég að það er einhver vera að ná tangarhaldi á mér. Og hvort sem það var stutt eða lengra, þá fannst mér með sjálfum mér aö það væri nú bara barnaleikur að gera þetta. Svo endar með því aö eg segi við lækninn: „Jæja, læknir, ef skipshöfnin vill fara 67

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.