Árroði - 01.04.1935, Blaðsíða 2

Árroði - 01.04.1935, Blaðsíða 2
2 ÁRROÐI ist, og að við mennirnir séum, eða eigum að vera æðstir og fullkomnastir alls þess, sem lífs- anda dregur, af öllum hans handaverkum, í peísum okkar Býnilega heimi. Það er pví og á að vera inn- gangur eða for3pjall að okkar fyrsta lærdómsatriði að innræta okkur pekkingu á pessum al- heimsins skapara, hinum ósegjan- lega alföður vorum, föður alls faðernis á himni og jörðu. Hið fyrsta tilverustig okkar stundlega hérvistarlífs, er við er- um i heiminn fædd, er frá nátt- úrunnar hehdi að kynnast okkar jarðnesku foreldrum, föður og móður. En bvo er hin fyrsta og helgasta skylda foreldra vorra að fela oss, hin ungu og heilögu blóm frá hans dýrðartilhögun til vor komin hans vernd og vöktun til lífa og sálar, — og pað gera auðvitað allir sannkristnir, guð- upplýstir foreldrar. Og svo pegar við förum að pekkja okkar líkamlegu eða jarð- nesku foreldra og förum að fá skynsemi til að læra og Bkilja, kemur til helgasta skylda peirra við oss: að kenna oss rétt að pekkja alheimsföðurinn, eins og stendur skráð um i upphaíi sköpuuarsögunnar í hinni helgu bók bókanna, heilagri ritningu. 1 upphafl skapaði Guð himinn og jörð. Sú bók er okkur skráð og tileinkuð að tilhlutun alföðurins sjálfs, fyrir munn hans sjálfs og hans útvaldra trúaðra, og hans heilags anda innblásnu spámanna fyrri og síðari, hverjir uppi hafa verið á hverri öld, kynslóð eftir kynslóð alt fram á vora daga, og eru enn í dag víðsvegar uin heiminn, pó að pví miður alt of fáir hafi verið móttækilegir að viðurkenna hið andlega verðmæti peirra eins og vera ber. Aðalatriði nú á tlmum fyrir oss, sem viljum rétttrúaðir kall- ast, er, að vera skírðir til nafns Guðs föðurs, Guðs sonar o g Guðs heilags anda. Pað er Guðs sonurinn, Guð Drottinn, Jesús Kristur, sem á að vera aðalmark vort og grundvallarsteinninn undir okkar trúartilveru, sem kristið nafn viljum bera, og pví valdi ég sálmvers hins merka höf. V. B., 1 Jesú nafni áfram enn, sem einkunnarorð fyrir pess- um inngangsorðum. Sjáið og les- ið sálminn allan, kæru bræður og systur. Eftir annað okkar Guðs anda innbláBna trúarljóða skáldjöfur, vil jeg setja vers í upphafssálmi Kvæða og sálma Hallgríms sál. Péturssonar, sem við munum flest kannast við. Petta eru vorir íslensku andans menn meðal margra annara:

x

Árroði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árroði
https://timarit.is/publication/757

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.