Árroði - 01.04.1935, Blaðsíða 21

Árroði - 01.04.1935, Blaðsíða 21
ÁRROÐ1 21 ar f>að lengi síðan hafði meir og meir tendrast, upprann pað heiminum loksins sem hin fagra miðdagssól í hans syni, Jesú Kristi. Sé þá Biblían einn ævarandi vitnisburður um manneskjunnar breyskleika, og um pað, hvað föðurlega Guð hefir lempað sig eftir vorum breyskleika; ber oss þá ekki með sonarlegri auð- mýkt og pakklæti að færa oss í nyt pessa Guðs nákvæmu leiðsögn til vorrar sáluhjálpar? Biblían er oss gefin til að styrkja vora trú á forsjónarinn- ar vísu og föðurlegu stjórnun yfir lífskjörum vorum. Vér sjáum hér aftnálaða fyrir vorum augum Guðs máttugu vernd, bæði yfir gjörvallri hans kirkju, og líka yfir sérhverju barni út af fyrir sig. Ef sá efasemdar panki upp- kemur í sálu þinni, kristinn maður! mun sá allrahæsti eilííi Guð hirða um manneskjurnar, sem eru duft og verða aftur að dufti? — Lærðu þá af heilagri Ritningu, hvað mikið Guð hefir gjört fyrir mannkynið, þá muntu sjá og finna hvað mikils pað er vert, að pú ert manneskja. Pú munt pá upphrópa með Davíð (8, 5. sarnanb, Hebr. 2, 6): »Hvað er manneskjan, liversu há er hennar ákvörðun — par er pú, ó Guð, minnist hennar! og manneskjunnar barn, par eð pú ber umhyggju fyrir pví!« Ef að spilling í Jesú kirkju uppvekur efasemi í hjarta þínu, les þá, kristinn maður, heilaga Ritningu, pá mun angur þitt og efasemi dvína. Hversu illa áhorfðist ekki með Guðs kirkju á Nóa, Abrahams og Elíass dögum! Hvílíkt villu- myrkur drotnaði ekki á jörð- unni, þegar Jesús kom í heim- inn. Og hvenær var sannleikans ríki nær eyðileggingu, fyrir manna sjónum, en þegar Jesús hékk á krossinum? En sannaðist ekki alltíð pað gamla máltæki: »Pegar neyðin er stærst, þá er hjálpin nærst«. Vér skulum pví aldrei efast um sannleikans sigur yfir lýginni, pví ljósanna faðir lifír eilíflega, og Jesús er hinn sami í gær og í dag og um alla eilífð (Hebr. 13, 8). Sértu áhyggjufullur, rainn sam- kristni! um lífskjör pín eða vina pinna, þá les þú sögu Abra- hams, Jóseps, Davíðs, Jobs og annara fleiri. Par fær pú að sjá, að Guð hefir oft sett sínum börnuin punga reynslu, og oft leitt pau um þyrnafulla vegu. En aldrei hefir hann látið neinn þanu til 8kammar verða, sem reiddi sig á hann.

x

Árroði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árroði
https://timarit.is/publication/757

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.