Árroði - 01.04.1935, Blaðsíða 14

Árroði - 01.04.1935, Blaðsíða 14
14 Á R R 0 D I öllum hæfileikum til lífs og sál- ar, skírðir til sannkristilegrar trú- ar á hinn þríeina Guð, og upp- fræddir í hans pekkingu, náð og sannleika frá unga aldri, sannir játendur undir stríðsmerki hans alla æfi, ef peir segi ég, í stað pess að vaxa í náð og þekkingu hins himneska sannleika, eftir fullkomnum mælir Krists aldurs, afneita honum, krossfesta hann að nýju, og ekki nóg með pað, heldur leitast við að fella aðra í sama forað, sem peir eru sjálfir fallnir í. Hver sem eyru hefir að heyra, hann heyri og hyggi á eftirkom- andi tíma, áður en kernur hinn mikli allsherjar dómsdagur. Og hver sem hygst að standa, gæti að sér, að hann ekki falli. Pví hver mun standast hans tilkomu? En í pá átt sem eikin hné, eflaust hún liggja vann. Ó, Guð gæfi að við Islending- ar ættum sem fæsta slíka fyrir- rennara. Vei slíkum blindum blindra leiðtogum. Slíkir eru falsspámenn vorra tíma, og dómur þeirra mun pung- ur verða, þegar alheimsdómar- inn, Herrann Jesús Kristur, kem- ur aftur í skýjum himins, með sínum heilögu þúsundum, með makt og miklu veldi, að dæma lifendur og dauða, ef peir sjá ekki að sér í tíma og gjöra iðr- un. Bærilegri munu kjör heið- ingja á peim degi en slíkra. Pví andi Guðs verkar í óupplýstum heiðingjum til framgangs hinu góða. Par upp á höfum við ótal dæmi, bæði í Ritningunni og í veraldarsögunni ylirleitt, og sést á peim dæmum að lögmál Guðs er ritað í peirra eigin hugskot, og peirra eigin samvizka, rödd Guðs í manninum, talar par sínu sannleikans máli svo skýrt, að óupplýstir heiðingjar hafa enga ró fyrri en þeir eru búnir að leita og uppgötva það eina rétta, finna uppfylling lögmálsins Drott- in Jesúm. Og rætast pá á þeim orðin hans indælu: Leitið, og pér munuð finna, knýið á, og mun fyrir yður upp lokið verða. Hins vegar virðist alt uin of viðloðandi hjá kristnum mönn- um nú á tímum, að peir séu um of tómlátir að leita Drottins af alvöru, eða gefa sér tíma til að lesa hans heilaga sannleiks orð. Biblíuna leggja peir á hilluna, en aðhyllast því miður meira upp- diktuð æfintýri og lygasögur, amorsvísur, óhróður náungans og par fram eftir götunum, — að

x

Árroði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árroði
https://timarit.is/publication/757

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.