Árroði - 01.04.1935, Blaðsíða 13

Árroði - 01.04.1935, Blaðsíða 13
ÁRROÐI 13 ar höfundur. Og af hinni fyrstu lýgi Satans er öll synd í fyrstu inn komin í heiminn, segir einn hinna heldri leiðtoga vorrar ís- lenzku kirkju í einni prédikun sinni. Þessi göfugi andans maður er kominn heim til Ijósanna föður, eins og allir þeir, sem hafa skip- að sér undir merki ljóssins og sannleikans, og' öruggir barist gegn öflum myrkursins til sefi- loka, trúir eftir megni sjálfum sér og sínum sanna sigurhöfð- ingja Ijóssins, Drotni Jesú Kristi, er sagt hefir: Vertu trúr til dauðans og ég mun gefa pér lífsins kórónu. Og Guði sé lof að hér eiga margir hlut að máli um allan heitn, og hafa átt á öllum tím- um, þótt ávalt hafi niikils mis- skilnings gætt í þeim góðu mál- efnum á ýmsum sviðum, séð frá andleguin og stjórnarfarslegum sjónartniðum. En pað er himneski grund- vallarsteinninn, hella hjálpræðis- ins, Drottinn Jesús lvristur, sem menn áttu og purftu að byggja á svo vel færi, á hverjum öll vor velferð, andleg og líkamleg, verður að grundvallast á. Pví par er ekkert, nafn undir liimn- inum, mönnunum geíið, sem þeim byrjar sáluhólpnum í að verða, utan alleina nafnið Jesús. Yið purfum pví öll iðulega að biðja af hjarta: 0, vísdómsandi vitna í mér, að vernd og líf mitt Jesús er, og að ég fyrir einan hann um eilífð hólpinn verða kann, Ó, sannleiks andi, ljóssins leið, svo leið pú mig um æfiskeið, að trúarreglu réttri frá, ei reiki, hvað sem þola má. Hálfverk er speki holdsins naum, hálfverk vitsmunir allir. Heimsins speki ei gef því gaum, gæt pín svo ekki fallir. — G. S. Sálmb. nr. 286. — En pví miður hafa alt of margir á öllum tímum gleymt heilræðinu: Treystu Drotni af öllu pínu hjarta, en reið pig ekki á þitt öigið hyggjuvit. Peir eru altaf margir, sem leit- ast við að vefengja hinn sálu- hjálplega lærdóm Drottins vors og frelsara, með pví að prédika heimspekilegar, dauðar trúarsetn- ingar, eða sinn eiginn heilaspuna eða andatrúarrugl, í stað hins kristilega, sanna trúarlærdóms ritninganna. Og pví miður mun petta ekki síður eiga sér stað hér í hinni íslenzku kirkju heldur en erlend- is. Pað er grátlegt að vita og finna, að menu, vel skapaðir að

x

Árroði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árroði
https://timarit.is/publication/757

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.