Árroði - 01.04.1935, Blaðsíða 26

Árroði - 01.04.1935, Blaðsíða 26
.26 ÁRROÐI ur þessi leggur fyrir vorn fót. Og í Guðs orði hefir þú, krist- inn maður, trúfastan vin, er var- ar þig við sérhverjum ásteyt- ingarsteini, sem {jú parft að forðast. Pað minnir þig á þá mörgu breysku, sem féllu í freistni, af t>ví að þeir forsóm- uðu að vaka og biðja, — marga mótþróafulla, sem niður sukku í fordjörfunina, af því að þeir for- hertu sig á móti sannleikanuin. Biblían inniheldur óþverrandi nægtir af kjarnaríkum málsgrein- um, sem varðveittar í góðu hjarta hafa styrkt marga á freistingar- tímanum. Þegar oss verður hætt við að rasa á skyldunnar vegi, og oss þá kemur í hug ein Biblíugrein lík þi.'ssum: »Pér eruð dýru verði keyptir; verið því ekki þrælar manna — eð.:: Hver sem meðkennir mig fyrir mönnum, þann vil ég með- k 'ima fyrir mínum himneska fö r — og: Yertti trúr alt til d ms, þá vil ég gefa þér lífs- ins kórónu« o. s. frv. i <rsu gefur þetta oss ekki hugprýði og styrk, þegar mest á ríður, til að standa stöðugir í stríðinu! Vér þurfum upphvatningu, til að lialda öruggir áfram þann þrönga veg. sem til lífsins leiðir. Og hér höfum við í fyrirheitum hins trúfasta alt það, sem við- halda kann öruggri hugpýði hins trúaða. Hér er oss við enda vors skeiðs sýndur sigurkransinn, sem Drottinn gefur þeim, er stríða og yfirvinna. Hér sjáum vér fyrir framan oss óteljandi skara af trúuðum og nú fullsælum, sem tilbjóða oss að fylgja sér eptir og hlaupa þolgóðir það skeið, sem oss er fyrirsett (Hebr. 12, 1). Hér hljóma fyrir oss margir andríkir sálmar, sem vekja heil- agar tilfinningar elsku og trausts, vonar og gleði, í öllum óspiltum björtum. Yér þurfum með huggunar í sorgum og þjáningum þessa lífs. Og hefir þú ekki hér, ó, maður! óþverrandi huggunar uppsprettu, hvar þú getur fengið sálu þinni lækningu í sérhverri hrygð og neyð, á sóttarsænginni, við ást- vinamissi, já, einnig þegar enga jarðneska huggun er að fá. Aus því, kristinn maður, kost- gæfilega af þessum lífsins brunni, því þú fær hverri eins holla og kröftuga fæðu sálu þinni; hún er komin frá andanna föður, og hefir auglýst sinn kraft á öllum þeim, sem hennar leituðu í trú og andakt. Lát þig ekki undra, þó að þetta guðdómlega orðasædi verði hjá mörgum ávaxtalaust. Pað

x

Árroði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árroði
https://timarit.is/publication/757

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.