Árroði - 01.04.1935, Blaðsíða 12

Árroði - 01.04.1935, Blaðsíða 12
12 A R R 0 ÐI undir lok, mun ekki einn smá- stafur eða stafkrókur undir lok líða, uns alt er komið fram af orði mínu. Matt. 5, 17—18. En við hvað skal ég líkja þess- ari kynslóð? Henni fer sem börnum þeim á torgi eru og kalla til leiksystkina sinna: Yið höfum blásið fyrir yð- ur á hljóðpípu, og pér vilduð ekki dansa. Yið höfum sungið fyrir yður harmasöngva, og þér vilduð ekki gráta. En spekin réttlætist af börn- um sínum. Hafi þeir húsbónd- ann Balsebub kallað, hvað mun þá gjört við hans beimamenn? Fyrir lærisveinum sínum pré- dikaði hann: Jeg þakka þér Drottinn him- ins og jarðar, að þú hefir látið þá hina himnesku hluti, vera hulda fyrir fróðurn mönnum og spekingum, en auglýst þá smæl- ingjuin. Sannarlega, faðir, hefir þér þóknast að svo skyldi vera, Alt vald er mér gefið af mfn- um föður, og enginn þekkir son- inn neina faðirinn og enginn föðurinn nema sonurinn, og sá, sem sonurinn vill það auglýsa. Komið til mín allir þér, sem erfiðið og þunga eruð hlaðnir og ég mun veita yður hvíld. Takið á yður mitt ok og lærið af mér, því ég er hógvær og af hjarta lítillátur, og munuð þér hugsvölun finna, því að mitt ok er sætt og indælt og byrði mín létt. Bað hafa ætíð verið og eru enn í dag misskiptar skoðanir manna í ýmsum efnum, ekki síð- ur í andlegum efnum en tíman- legum, og mannlegt hyggjuvit oft viljað hefja sig nokkuð hátt gagnvart skapara sínum. En hann hefir sjálfur sagt: Mínir dómar eru ekki yðar dóm- ar, og yðar hugsanir ekki mín- ar hugsanir. Og oss skammsýnum mönnum er ekki leyft að þekkja til hlít- ar hér í heimi hans leyndar- dómsfullu og gæskuríku tilhög- un á rás viðburðanna, í þessari okkar jarðnesku tilveru. En hann heíir opinberað oss eins mikið og við þurfum með7 sjálfan sig og orðið sitt eilífa, og gefið oss frjálsræði til að velja og hafna, kjósa ljós eða myrkur. Oss er kent um hinn illa anda, er kallast höfðingi myrkranna, að hann sé lygari, hafi ekki staðist sannleikann, heldur fallið frá ljósinu til myrkursins, og sé þess vegna lygari. Og þegar hann tali lýgi, tali hann af sínu eig- in, því hann sé lygari og lyg-

x

Árroði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árroði
https://timarit.is/publication/757

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.