Árroði - 01.04.1935, Blaðsíða 42

Árroði - 01.04.1935, Blaðsíða 42
42 Á R R 0 Ð I 7. Forðaat því að fegra ávirð- ingar pínar ineð nokkru heiðar- legu nafni úr Bibliusögunni. Abrahaui kallast faðir trúaðra og Guðs vinur. Og hann verð- skuldaði þetta heiðursnafn. En var það ekki alt fyrir það ávirðing, að hann talaði ósann- indi fyrir hræðslu sakir (1. Mós. 12, 11. og 20). Jakob var að sönnu guðræk- inn maðar. En eru þó ekki þeir prettir, sein hann hafði í frainmi (sbr. 1. Mós. 25 o. s. frv.) alt eins straffsverð fyrir það? Biblían segir oss frá þessu. Einnig um þá trúuðu, til að ininna oss á, hversu nauðsynleg oss öllum er sú andlega árvekni. Er ekki Davíðs stóra hrösun eins lærdómsrik fyrir oss til við- vörunar, eins og hans mörgu ypparlegu eiginlegleikar eru oss til eftirbreytni og upphvatning- ar í guðrækilegu og dygðugu líferni. 8. Misbrúka þú aldrei Biblí- unnar frásögur um furðuverk, um engla opinberanir, sjónir og drauma. Pannig, að þú væntir eftir slíkum guðdómlegum opin- berunum. Pað er eitt af þesskonar hjá- trú, sem kemur af vantrú. Ef vér trúum af fullri sann- færingu, að Guð hafi látið son sinn opinbera oss alt það, sem vér þurfum að vita, hvernig getum vér þá vænst nokkurrar nýrrar opinberunar? (Gal. 1, 6 o. s. frv.). Og ef vér trúum því, sem Jesús sjálfur fullvissar oss um (Matt. 11) að hann hafi gert sín kraftaverk á þeim sjúku og dauðu, einungis til að sanna, að hann væri af Guði sendur, — hvernig kunnum vér þá í lík- andegum efnum að vænta eða óska kraftaverka af Guði? Nei! Pað kallar Jesús sjálfur að freista Drottins (Matt. 4, 7). Samt koma þau hér gefnu ráð og viðvaranir þeim einuin að notum, sem lesa heil. Ritningu með því áður útmálaða guðlega hugarfari. Ef það vantar, getur enginn leiðarvísir til réttilegs biblíulesturs bætt upp þann brest. Engin manneskja getur gefið OS8 það auðmjúka, það trúaða, það sonarlega hugarfar, með hverju Guðs orð á að brúkast. Nei. Vér hljótum með trúuð- um hjörtum að biðja Guð urn þann himneska vísdóm, sem þá veitir hann oss fúslega, og frá- vísar engum (Jak. 1, 5 o. s. frv.). Fylg stöðugt þessum vegi kristinnar trúar, þá muntu öðl- a8t hjálpræðið i Drottni Jesú Kristi. Hann virðist að gefa öll-

x

Árroði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árroði
https://timarit.is/publication/757

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.