Árroði - 01.04.1935, Blaðsíða 43

Árroði - 01.04.1935, Blaðsíða 43
ÁRROÐI 43 urn sína náð þar til í sínu bless- aða náðar nafni. Amen. Lofaður sé Guð og faðir Drott- ins vors, Jesú Krists, fyrir send- ingu síns eingetins sonar í heim- inn, fyrir fæðingu hans, pínu og dauða, upprisu og himnaför og allar sínar dásemdir meðal vor, sem hefir af mikilli miskunn sinni endurfætt oss til lifandi vonar fyrir trúna á hann, svo að vér fyrir forþénustu hans, hreinsaðir fyrir kraft blóðs hans af syndum vorum og helgaðir fyrir aðstoð anda hans yrðum hans útvalinn Iýður. Pakkið ætíð Guði föður fyrir alla hluti í nafni Drottins vors, JeBÚ Krists. Ilafið yfir uteð yður andlega sálma og lofkvæði, og syngið og leikið Drotni lof í yðar hjört- um. Hans náð, friður og blessun margfaldist yfir oss og veri með oss öllum í lifi og dauða. Lofuð og vegsömuð sé hin ódauðlega, dýrðlega guðdómsins prenning, Guð faðir, sonur og heilagur andi. Amen. Skýring. 2.—3. v. sálmsins í messus.b. nr. 236, »Vor hvíta- sunnuhátíð fer«, eru prentuð í 2. dálki 13. bls. 3. v. par prent- að, átti að vera frágreint hinum, pví pað er eftir annan höfund og úr annari bók. Sk.st. nafn höf. pess. G. S. Minning Jesú pínu Föstuvers (fornt). Drottinn Jesús, sem dropana píns dýra blóðs lést falla niður lágt á fold, lát svo kraft pinna orða, sem pú af elsku untir oss og allskyns góðs. Lífga vor brjóst, sem lík eru mold, löstum og hræsni forða Vert pú hér mitt á meðal vor með pinn frið, náð og anda, svo að pín kenning kraftastór klökkvi hvern tilheyranda. Leið oss síðan í lofsöngs kór og ljósið ævaranda. Amen. Þrjú sálmvers. Lag: Heyr mig, Jesú, læknir lýða. Kyssi ég Jesú kvala-undir, klárum trúarmunni pó, angist hans og eymdastundir eilífan mér fögnuð bjó. Bætti fyrir misgjörð mina, mig kann engin snerta pína. Fjandahlekkir féllu af mér; frelsarinn Jesús, lof sé pér.

x

Árroði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árroði
https://timarit.is/publication/757

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.