Árroði - 01.04.1935, Blaðsíða 3

Árroði - 01.04.1935, Blaðsíða 3
Á R RO ÐI 3 1 upphafi sitt eilíft orð, alniáttugur Guð skapti hirninn, og lika hérmeð jörð, af hreinuin guðdóms krafti. Fagurt Ijós firmament, flóð og þurlendið hent, grös, jurtir, grænkuð tré, gaf þeim og frjósemi með ilm og aldinsafti. Og Guð kallar sig sjálfan hið ei- lífa orð, samanber Jóhannes 1.: Orðið varð hold og bjó með oss. Ennfremur Hallgrímssálm 5. sálm- vers. Jesús er eilíft orðið það, einkalausnarinn góði, fyrir hvern alt að er skapað, af sviftir sorgar móði. Hann öllu heldur við, hann sannan gefur frið, hann slítur hrygðarbönd, hann bætir meinin vönd. Fögnum þeim friðarsjóði. Hina fyrstu opinberun orðsins síns hiuineska opinberaði hinn eilífi alheimsfaðir sínum nýsköptu börnum, vorum fyrstu foreldrum, Adam og Evu, sem manni verð- ur helst að skiljast að hafi verið þá strax fullþroskuð að ölluin góðum hæfileikum til lífs og sál- ar, sem að líkindum ræður, þar hin alfullkomna vera skapaði þau í sinni eigin mynd og líkingu. Og hann leit yfir alt sem hann hafði skapað, og sjá það var harla gott. En okkur skilst, að þau hafi ekki getað verið lengi í því sak- leysis- eða heilagleika-ástandi, sem þau voru sköpuð i, og virð- ast þó lífsreglurnar ekki hafa verið mjög margbrotnar, sem þeim var boðið að uppfylla. Hað er sagt í bókinni okkar helgu, að alfaðir hafi útbúið handa þessum nýju skepnum sípum blómlegan aldingarð, og plantað bann sjálfur með öllum tegundum jarðargróða, látið falla yfir hann ár til vökvunar, svo að ekki skyldi upp á bresta til hins líkamlega lífs-viðurhalds. — Pennan Edens eða Paradísargarð áttu þau að yrkja og vakta. — Alt var þarna frjálst: jarðar- ávöxtur og kvikfénaður, þ. e. öll dýr á landi, i vötnum og sjó. Pað er líklegt, segir okkar ís- lenski ræðuskörungur, Jón bisk- up Vídalín í einni ræðu sinni, að vorum fyrstu foreldrum í sínu heilagleika-ástandi í Paradís hafi ekkert verið indælla en að lofa og vegsama skapara sinn, tigna hann og tilbiðja. Og ég get full- komlega verið á sama máli. En nú er að minnastá hlýðnis- boðorðið. Af jarðargróðanum var að eins eitt tré undanskilið: Af skilningstrénu góðs og ills mátti

x

Árroði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árroði
https://timarit.is/publication/757

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.